Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 20

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 20
18 Þessi frásögn ber því öruggt vitni, að Nerþus hefur verið árgyðja, sem menn hafa blótað til að efla frið og ár- gæzku. Það hefur verið veigamikill þáttur í helgihaldi margra þjóða, að árgoðinu er ekið um landið til þess að auka frjómagn moldarinnar. Ef goðið sjálft er kvenkyns, er því þjónað af karlmanni, en ef goðið er karlkyns, er því þjónað af konu, því að litið er á prestinn sem maka goðsins. Slíkt helgihald er byggt á þeirri skoðun, að sér- hvert fyrirbæri veki annað svipað. Þess vegna verða goðin að lifa stöðugu ástalífi, ef frjósemi náttúrunnar á ekki að dofna eða bregðast. Og mennirnir verða að efla frjósemi goðanna á táknrænan hátt. Stundum létu menn sér nægja að ganga skrúðgöngu um landið með líkan goðsins og prest þess, sem alltaf varð að vera af andstæðu kyni. Og líklegast er, að hátíðahöld Nerþusar hafi farið fram á þann hátt. En hitt var líka algengt, að hlutverk goðanna væru leikin af karli og konu, sem ætlað var, að hefðu mök hvort við annað. Slík athöfn er venjulega táknuð með grískum orðum hieros gamos, sem eftir orðanna hljóðan merkir heilagt brúðkaup, en hér verður nefnt árbrúökaup, þar sem markmið þess var að efla árgæzku. Slíkt helgihald átti fyrirmynd sína (eða eftirmynd) í heimi goðsögunnar. Kunnastar eru sagnir frá löndunum við austanvert Miðjarðarhaf um hina miklu móður og ást- mög hennar. Þau hétu ýmsum nöfnum: í Egyptalandi Isis og Osiris, í Mesópótamíu Ishtar og Tamuz, í Sýrlandi Astarte og Adonis, í Litlu-Asíu Kybele og Attis o. s. frv. Oftast var gyðjan talin meiri máttar og uppspretta alls lífs. I Egyptalandi var Osiris bæði bróðir hennar og maki, en í Mesópótamíu var Tamuz ýmist talinn sonur gyðjunn- ar eða bróðir og jafnframt maki hennar. Hins vegar voru Adonis og Attis alltaf sýndir sem ungir menn og oftast taldir synir gyðjunnar. Kjarni goðsögunnar er í öllum löndunum eitthvað á þessa leið: Guðinn hverfur eða deyr með voveiflegum hætti, og gyðjan er lostin harmi og fer til undirheima að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.