Studia Islandica - 01.06.1963, Side 20

Studia Islandica - 01.06.1963, Side 20
18 Þessi frásögn ber því öruggt vitni, að Nerþus hefur verið árgyðja, sem menn hafa blótað til að efla frið og ár- gæzku. Það hefur verið veigamikill þáttur í helgihaldi margra þjóða, að árgoðinu er ekið um landið til þess að auka frjómagn moldarinnar. Ef goðið sjálft er kvenkyns, er því þjónað af karlmanni, en ef goðið er karlkyns, er því þjónað af konu, því að litið er á prestinn sem maka goðsins. Slíkt helgihald er byggt á þeirri skoðun, að sér- hvert fyrirbæri veki annað svipað. Þess vegna verða goðin að lifa stöðugu ástalífi, ef frjósemi náttúrunnar á ekki að dofna eða bregðast. Og mennirnir verða að efla frjósemi goðanna á táknrænan hátt. Stundum létu menn sér nægja að ganga skrúðgöngu um landið með líkan goðsins og prest þess, sem alltaf varð að vera af andstæðu kyni. Og líklegast er, að hátíðahöld Nerþusar hafi farið fram á þann hátt. En hitt var líka algengt, að hlutverk goðanna væru leikin af karli og konu, sem ætlað var, að hefðu mök hvort við annað. Slík athöfn er venjulega táknuð með grískum orðum hieros gamos, sem eftir orðanna hljóðan merkir heilagt brúðkaup, en hér verður nefnt árbrúökaup, þar sem markmið þess var að efla árgæzku. Slíkt helgihald átti fyrirmynd sína (eða eftirmynd) í heimi goðsögunnar. Kunnastar eru sagnir frá löndunum við austanvert Miðjarðarhaf um hina miklu móður og ást- mög hennar. Þau hétu ýmsum nöfnum: í Egyptalandi Isis og Osiris, í Mesópótamíu Ishtar og Tamuz, í Sýrlandi Astarte og Adonis, í Litlu-Asíu Kybele og Attis o. s. frv. Oftast var gyðjan talin meiri máttar og uppspretta alls lífs. I Egyptalandi var Osiris bæði bróðir hennar og maki, en í Mesópótamíu var Tamuz ýmist talinn sonur gyðjunn- ar eða bróðir og jafnframt maki hennar. Hins vegar voru Adonis og Attis alltaf sýndir sem ungir menn og oftast taldir synir gyðjunnar. Kjarni goðsögunnar er í öllum löndunum eitthvað á þessa leið: Guðinn hverfur eða deyr með voveiflegum hætti, og gyðjan er lostin harmi og fer til undirheima að

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.