Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 26

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 26
24 konar fórnir eru viðhafðir söngvar margs konar og ófagr- ir, sem bezt er að þegja um.“ Þessi síðasta málsgrein er mjög í sama anda og aðrar lýsingar á dýrkun Freys, svo að líklegast er, að söngvarnir hafi verið sungnir honum til dýrðar. Saxo Grammaticus fylgir sömu reglu og Snorri: að tala um goðin eins og mennska menn. Hann segir frá því, er Freyr settist að ríkjum ekki langt frá Uppsölum og gerð- ist höfðingi goðanna. ,,I stað hinna fornu blótsiða, sem margar þjóðir höfðu iðkað öldum saman, innleiddi hann ósiðlega háttu. Hann hafði menn að sláturfé og framdi viðurstyggileg blót til dýrðar uppheimsgoðum.“ 1 Á öðr- um stað skýrir Saxo frá „hinum örgu líkamshræringum, dárslegum ærslum trúðanna og blautlega bjöllugný," sem var samfara blótum Svia í Uppsölum hjá sonum Freys.2 Loks segir frá því, að Freyr Svíakonungur hafi fellt Sig- urð Noregskonung og lokað húsfreyjur þeirra frænda inni í pútnahúsi og neytt þær til að gefa sig á vald hverj- um sem var í allra augsýn.3 Varla verða þessar frásagn- ir skýrðar með öðru en því, að opinber mök karla og kvenna hafi verið ríkur þáttur í dýrkun Freys. En greini- legast er dýrkun Freys í Svíþjóð lýst í þætti ögmundar dytts og Gunnars helmings.4 Gunnar flýði úr Noregi und- an lífláti og komst austur til Svíþjóðar. Þar kynntist hann „konu Freys“, sem varðveitti hof guðsins og ók þess á milli um landið með líkneski hans til ,,að gera mönnum árbót“. En Gunnar kastaði líkneskinu út úr vagninum, settist sjálfur í sæti guðsins og tók að sér hlutverk hans. Litlu síðar veittu Svíar því athygli, að kona Freys gekk með barni, „og þótti Svium nú allvænt um þennan guð sinn; var og veðrátta blíð og allir hlutir svo árvænir, að engi maður mundi slíkt.“ Sögnin um Gunnar helming er 1 Saxo, bls. 67. 2 Sama rit, bls. 154. 3 Sama rit, bls. 251. 4 Isl. fornrit IX, bls. 101—115.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.