Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 72

Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 72
66 á meðal sín, ef með því nafni er átt við Óðin, sem þeir töldu hinn sama og Gaut, ættföður sinn. Af íslenzkum heimildum er ljóst, að menn hafa hugsað sér Óðin tignaðan á Gautlandi öðrum goðum fremur. Hann var nefndur Gautatýr á sama hátt og Freyr var kallaður Sviagoð. Eina frásögn um Óðins-dýrkun Ynglingakonunga í Uppsölum er um Aun hinn gamla. En ef sú sögn er tekin alvarlega, er eðlilegast að skýra Óðins-dýrkun hans með því, að hann á að hafa dvalizt tvisvar sinnum tuttugu ár samfleytt á Vestra-Gautlandi. En þá hefur dýrkun Óðins staðið þar með miklum blóma, ef frásagnirnar um Mars og Ares eiga við hann. Elztu fornleifar, sem með nokkrum líkum verða raktar til Óðinsdýrkunar, eru frá 7. öld.1 Þá koma fyrst myndir á Vendilhjálminum frá Upplandi í Svíþjóð. Meðal annarra mynda af vopnuðum hermönnum er þar mynd af riddara, sem tveir fuglar fylgja. Þeir minna óneitanlega á hrafna Óðins, en hins vegar er hesturinn ferfættur, svo að mynd hans er ekki í samræmi við algengustu hugmyndir um Sleipni, reiðhest Óðins. Miklu öruggari Óðinsmyndir eru á myndasteinum frá Gotlandi, sem taldar eru frá því um aldamótin 700 (sjá hér 3. mynd). Á nokkrum þeirra sést kona með drykkjarhorn, sem tekur á móti manni, er ríður áttfættum hesti.2 Sleipnir er eini hestur, sem um getur með átta fætur. Það má þvi öruggt telja, að þessar myndir sýni eiganda hans, Óðin. Af myndum þessum verður lítið ráðið um feril Óðinsdýrkunar á Norðurlönd- um annað en það, að um 700 hefur Óðinn verið alkunnur á Gotlandi. örnefni, sem dregin eru af nafni Óðins, eru algeng um allan syðri hluta Norðurlanda. Einnig eru nokkur slík nöfn norður í Þrændalögum. Annars eru þau fátíð á 1 Að vísu er til bergrista, sem sýnir stóran mann með spjót, er hefur verið gizkað á, að eigi að sýna Óðin. En ekkert er þar annað, sem minnir á hann. Spjótið var svo algengt vopn, að ástæðu- laust er að eigna það Óðni einum. 2 Sjá Nordisk kultur XXVI, bls. 19—20.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.