Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 58
54
séu af arískum stofni, þótt því sé haldið fram, að ár-
goð bronsaldar séu fyrirrennarar þeirra. Óneitanlega er
líka margt líkt með dýrkun Vana og dýrkun árgoða hjá
öðrum arískum þjóðum. Og sumt af því getur vart verið
eldra en innrás Aría í Norður-Evrópu. Eru það einkum
blótsiðir þeir, sem tengdir eru hestum. En talið er, að
Aríar hafi fyrstir allra þjóða tekið hestinn í þjónustu
sína.
Einna sérkennilegust frásögn íslenzkra heimilda um
hrossablót er lýsing Völsaþáttar á heimilisblóti hjóna
nokkurra, sem bjuggu á annnesi einu í Noregi á dögum
Ólafs helga. En þessi lýsing minnir ótrúlega mikið á
Asvamedablót Indverja að öðru leyti en því, að hjá þeim
er allt margfalt stærra í sniðum, enda standa drottningar
þar fyrir blótinu og leysa það starf af hendi, sem í Noregi
var hlutverk einnar fátækrar húsfreyju í afskekktu koti,
eftir því sem greint er frá í þættinum. Hitt er annað mál,
hvort þessir blótsiðir eru sam-arískir. I öllum löndum,
sem Aríar lögðu undir sig, varð hesturinn brátt eitt al-
gengasta húsdýrið, og þá hlaut hann um leið að draga
til sín ýmsa forna blótsiði. Fornleifarannsóknir síðustu
ára í Indusdal hafa leitt margt í Ijós um menningu þeirra
þjóða, er þar bjuggu fyrir komu Aría og oftast eru nefndir
Dravídar. Svo er að sjá sem æðsta goðmagn þeirra hafi
verið móðurgyðja, er eftir myndum að dæma líktist mjög
hinni fornu móðurgyðju Súmera — sem síðar varð Ishtar
í trú Babýloníumanna — og höfuðgyðju egískra þjóða
á Krít og Grikklandi hinu forna.
Bent hefur verið á, að ýmislegt úr siðari trúarbrögðum
Indverja sé komið frá Dravídum.1 Til dæmis minnir eigin-
kona hins mikla indverska árguðs: Shiva, um margt á
hina fornu móðurgyðju Dravída. Þá hefur kúadýrkun
Indverja einnig verið rakin til Dravídamenningarinnar.
En hér skiptir það mestu máli, að meðal algengustu hluta,
sem fundizt hafa í Indusdal frá tímum Dravída, eru frjó-
1 Sjá Petersen, bls. 502----510; James, bls. 132—135.