Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 58

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 58
54 séu af arískum stofni, þótt því sé haldið fram, að ár- goð bronsaldar séu fyrirrennarar þeirra. Óneitanlega er líka margt líkt með dýrkun Vana og dýrkun árgoða hjá öðrum arískum þjóðum. Og sumt af því getur vart verið eldra en innrás Aría í Norður-Evrópu. Eru það einkum blótsiðir þeir, sem tengdir eru hestum. En talið er, að Aríar hafi fyrstir allra þjóða tekið hestinn í þjónustu sína. Einna sérkennilegust frásögn íslenzkra heimilda um hrossablót er lýsing Völsaþáttar á heimilisblóti hjóna nokkurra, sem bjuggu á annnesi einu í Noregi á dögum Ólafs helga. En þessi lýsing minnir ótrúlega mikið á Asvamedablót Indverja að öðru leyti en því, að hjá þeim er allt margfalt stærra í sniðum, enda standa drottningar þar fyrir blótinu og leysa það starf af hendi, sem í Noregi var hlutverk einnar fátækrar húsfreyju í afskekktu koti, eftir því sem greint er frá í þættinum. Hitt er annað mál, hvort þessir blótsiðir eru sam-arískir. I öllum löndum, sem Aríar lögðu undir sig, varð hesturinn brátt eitt al- gengasta húsdýrið, og þá hlaut hann um leið að draga til sín ýmsa forna blótsiði. Fornleifarannsóknir síðustu ára í Indusdal hafa leitt margt í Ijós um menningu þeirra þjóða, er þar bjuggu fyrir komu Aría og oftast eru nefndir Dravídar. Svo er að sjá sem æðsta goðmagn þeirra hafi verið móðurgyðja, er eftir myndum að dæma líktist mjög hinni fornu móðurgyðju Súmera — sem síðar varð Ishtar í trú Babýloníumanna — og höfuðgyðju egískra þjóða á Krít og Grikklandi hinu forna. Bent hefur verið á, að ýmislegt úr siðari trúarbrögðum Indverja sé komið frá Dravídum.1 Til dæmis minnir eigin- kona hins mikla indverska árguðs: Shiva, um margt á hina fornu móðurgyðju Dravída. Þá hefur kúadýrkun Indverja einnig verið rakin til Dravídamenningarinnar. En hér skiptir það mestu máli, að meðal algengustu hluta, sem fundizt hafa í Indusdal frá tímum Dravída, eru frjó- 1 Sjá Petersen, bls. 502----510; James, bls. 132—135.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.