Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 29

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 29
27 Freyr fengið slíka ofurást á henni, að hann neytti hvorki svefns né matar, fyrr en mærin hafði heitizt honum og lofað að hitta hann að níu nóttum liðnum við lundinn Barra. En þetta gekk ekki fyrirhafnarlaust, því að Gerð- ur lét ekki til leiðast, fyrr en Skírnir hafði ógnað henni með göldrum. Magnus Olsen hefur skýrt þessa goðsögn út frá dýrkun Freys.1 Samkvæmt túlkun hans er Gerður jarðargyðja og nafn hennar dregið af orðinu ,,garður“ og táknar gyðju akurgerðisins. Olsen telur, að Barri sé sama orðið og barr = korn. Og niðurstaða hans er í stuttu máli sú, að í Skírnismálum sé fólgin norræn goð- sögn um komu vorsins í líki gróðrarvættar, þegar fyrstu frjóangar á akrinum koma í ljós. ,,Þá er Gerður, gyðja kornakursins, sótt niður í undirdjúp jarðar; hún mætir Frey uppi í birtunni — í barra.“ Koma Gerðar úr Jötun- heimum er þá koma vorsins eftir hinn dimma norræna vetur. Skýring þessi er einnig studd af fornleifafundum. Merkust eru 27 gullspjöld, sem talin eru frá víkingaöld og oft eru kennd við Hauge á Jaðri í Noregi, þar sem 16 þeirra fundust. Á öllum spjöldunum eru myndir af karl- manni og konu, sem standa hvort andspænis öðru, og á sumum myndunum heldur konan á blómagrein. Gizkað hefur verið á, að þessar myndir eigi að sýna árguðinn og konu hans og hafi þær verið grafnar niður i moldina til að auka frjómátt hennar. Hyggur Olsen, að þær eigi að sýna fyrsta fund Freys og Gerðar. Að minnsta kosti tala myndirnar skýru máli um það, að mönnum hefur þótt heillavænlegt að frjóvga ávöxtinn með myndum, sem sýndu ástafundi karls og konu. Og þá er líklegast, að til þess hafi verið valdar myndir árgoðanna. Svipaðar mynd- ir hafa einnig fundizt á Skáni og Borgunarhólmi.2 Hér að framan hefur mest verið rætt um dýrkun Freys í Svíþjóð, og ekki þarf að £fa, að þungamiðjan í dýrkun hans hefur verið í Uppsölum og þar í grennd. Þó eru all- 1 Fra gammelnorsk mythe og kultus, Maal og minne, 1909. 2 Sjá Nordisk kultur XXVI, bls. 20.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.