Studia Islandica - 01.06.1963, Side 29
27
Freyr fengið slíka ofurást á henni, að hann neytti hvorki
svefns né matar, fyrr en mærin hafði heitizt honum og
lofað að hitta hann að níu nóttum liðnum við lundinn
Barra. En þetta gekk ekki fyrirhafnarlaust, því að Gerð-
ur lét ekki til leiðast, fyrr en Skírnir hafði ógnað henni
með göldrum. Magnus Olsen hefur skýrt þessa goðsögn
út frá dýrkun Freys.1 Samkvæmt túlkun hans er Gerður
jarðargyðja og nafn hennar dregið af orðinu ,,garður“
og táknar gyðju akurgerðisins. Olsen telur, að Barri sé
sama orðið og barr = korn. Og niðurstaða hans er í
stuttu máli sú, að í Skírnismálum sé fólgin norræn goð-
sögn um komu vorsins í líki gróðrarvættar, þegar fyrstu
frjóangar á akrinum koma í ljós. ,,Þá er Gerður, gyðja
kornakursins, sótt niður í undirdjúp jarðar; hún mætir
Frey uppi í birtunni — í barra.“ Koma Gerðar úr Jötun-
heimum er þá koma vorsins eftir hinn dimma norræna
vetur. Skýring þessi er einnig studd af fornleifafundum.
Merkust eru 27 gullspjöld, sem talin eru frá víkingaöld
og oft eru kennd við Hauge á Jaðri í Noregi, þar sem 16
þeirra fundust. Á öllum spjöldunum eru myndir af karl-
manni og konu, sem standa hvort andspænis öðru, og á
sumum myndunum heldur konan á blómagrein. Gizkað
hefur verið á, að þessar myndir eigi að sýna árguðinn og
konu hans og hafi þær verið grafnar niður i moldina til
að auka frjómátt hennar. Hyggur Olsen, að þær eigi að
sýna fyrsta fund Freys og Gerðar. Að minnsta kosti tala
myndirnar skýru máli um það, að mönnum hefur þótt
heillavænlegt að frjóvga ávöxtinn með myndum, sem
sýndu ástafundi karls og konu. Og þá er líklegast, að til
þess hafi verið valdar myndir árgoðanna. Svipaðar mynd-
ir hafa einnig fundizt á Skáni og Borgunarhólmi.2
Hér að framan hefur mest verið rætt um dýrkun Freys
í Svíþjóð, og ekki þarf að £fa, að þungamiðjan í dýrkun
hans hefur verið í Uppsölum og þar í grennd. Þó eru all-
1 Fra gammelnorsk mythe og kultus, Maal og minne, 1909.
2 Sjá Nordisk kultur XXVI, bls. 20.