Studia Islandica - 01.06.1963, Side 65
61
myndir séu af þrumuguðinum og vopni hans. Ef sú
skoðun er rétt, bætist hér ein röksemd við röksemdir
Olriks fyrir því, að goðatrú Lappa sé runnin frá goðatrú
norrænna bronsaldarmanna. Vart verður því dregið í efa,
að Þór eigi rót sína að rekja til gamals norræns þrumu-
guðs, sem tignaður var á bronsöld, vopnaður hamri. Það
eru aðeins fáar bergristur, sem sýna mann með hamra
eða hamar. Aftur á móti eru myndir af mönnum með
axir meðal hinna allra algengustu. Flestir fræðimenn
hallast einnig að því, að þessar myndir eigi að sýna
þrumuguðinn og sé öxin eldra tákn eldingarinnar en
hamarinn. Til samanburðar hafa verið teknar myndir
tvíblöðuðu axarinnar, sem algengar voru í löndunum
við Miðjarðarhafsbotn, til að mynda á Krít á egískum
tíma. Axirnar á þessum myndum hafa líka oftast verið
taldar einkunnir þrumuguðsins. Þó telja sumir fræði-
menn líklegra, að axarmyndirnar frá Krít eigi að tákna
fórnaröxina, þar sem slíkar axir sjást þar aldrei i höndum
guða.1 Hins vegar sýna norrænu risturnar oft mjög stóra
menn, sem sveifla öxi. Ekki er því annað líklegra en þær
eigi að sýna þrumuguðinn og vopn hans, þótt það verði
engan veginn talið víst.
Týr er án efa einn af elztu goðum Germana. Það sést
bezt á nafni hans, sem er eina germanska goðsnafnið,
sem rakið verður saman við önnur arísk guðaheiti. Fyrir
löngu hefur verið bent á, að nafnið Týr sé rótskylt goða-
nöfnum annarra arískra þjóða, svo sem gr. Zeus (Seifur),
lat. Jupiter og indv. Dyauh. Aðrir vilja heldur leiða
nafnið Týr af frumarísku rótinni deiwo = guð, sem
kemur meðal annars fram í lat. deus.2 Þessari síðari
skoðun til styrktar má geta þess, að ft. tívar á íslenzku
merkir guði almennt. Enn fremur kemur týr oft fyrir
í samsetningum í merkingunni guð, svo sem í Öðinskenn-
ingunni Gautatýr. Freistandi er líka að leggja þá merk-
1 Martin P. Nilsson, sjá Petersen, bls. 354.
2 Dumézil, bls. 57.