Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 65

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 65
61 myndir séu af þrumuguðinum og vopni hans. Ef sú skoðun er rétt, bætist hér ein röksemd við röksemdir Olriks fyrir því, að goðatrú Lappa sé runnin frá goðatrú norrænna bronsaldarmanna. Vart verður því dregið í efa, að Þór eigi rót sína að rekja til gamals norræns þrumu- guðs, sem tignaður var á bronsöld, vopnaður hamri. Það eru aðeins fáar bergristur, sem sýna mann með hamra eða hamar. Aftur á móti eru myndir af mönnum með axir meðal hinna allra algengustu. Flestir fræðimenn hallast einnig að því, að þessar myndir eigi að sýna þrumuguðinn og sé öxin eldra tákn eldingarinnar en hamarinn. Til samanburðar hafa verið teknar myndir tvíblöðuðu axarinnar, sem algengar voru í löndunum við Miðjarðarhafsbotn, til að mynda á Krít á egískum tíma. Axirnar á þessum myndum hafa líka oftast verið taldar einkunnir þrumuguðsins. Þó telja sumir fræði- menn líklegra, að axarmyndirnar frá Krít eigi að tákna fórnaröxina, þar sem slíkar axir sjást þar aldrei i höndum guða.1 Hins vegar sýna norrænu risturnar oft mjög stóra menn, sem sveifla öxi. Ekki er því annað líklegra en þær eigi að sýna þrumuguðinn og vopn hans, þótt það verði engan veginn talið víst. Týr er án efa einn af elztu goðum Germana. Það sést bezt á nafni hans, sem er eina germanska goðsnafnið, sem rakið verður saman við önnur arísk guðaheiti. Fyrir löngu hefur verið bent á, að nafnið Týr sé rótskylt goða- nöfnum annarra arískra þjóða, svo sem gr. Zeus (Seifur), lat. Jupiter og indv. Dyauh. Aðrir vilja heldur leiða nafnið Týr af frumarísku rótinni deiwo = guð, sem kemur meðal annars fram í lat. deus.2 Þessari síðari skoðun til styrktar má geta þess, að ft. tívar á íslenzku merkir guði almennt. Enn fremur kemur týr oft fyrir í samsetningum í merkingunni guð, svo sem í Öðinskenn- ingunni Gautatýr. Freistandi er líka að leggja þá merk- 1 Martin P. Nilsson, sjá Petersen, bls. 354. 2 Dumézil, bls. 57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.