Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 54
50
hafa segl né árar. En á skipinu sést oft dansandi fólk;
menn með axir eða lúðra; karl og kona saman; kringlóttir
skildir, sem virðast eiga að tákna sólina; tré; slöngur eða
önnur dýr. En þessi tákn eru líka oft utan við skipin.
Stundum eru skipin borin eða dregin af mönnum. Og
á einni ristu sést skip, sem tveir hestar draga. Almgren
hyggur, að þessar myndir eigi að sýna hátíðahöld, þar
sem helgiskipið var borið í skrúðgöngu eða dregið á eins
konar sleðameiðum. Hann tilfærir mörg hliðstæð dæmi
frá löndunum við botn Miðjarðarhafs, þar sem helgi-
skipið — oft skip sólguðsins — var flutt um land í helgum
skrúðgöngum. Þar eru meira að segja til myndir af slík-
um skipum á hjólum. Hjólaskip sjást hvergi á bergristum
Norðurlanda. Þar eru hins vegar sýndir svonefndir bát-
sleðar — eins konar sambland af bát og sleða — og
hyggur Almgren, að þeir samsvari suðrænu hjólaskip-
unum (sjá hér 5. mynd) A
En greinilegastar minjar um frjósemidýrkun á berg-
ristum eru myndir af karli og konu saman, og er karl-
maðurinn jafnan búinn tákni frjóseminnar eins og
reyndar flestar karlmannsmyndir á ristum þessum. Enn
fremur eru þar algengar myndir af plægingu, og hyggur
Almgren, að þar séu sýndar helgiathafnir jarðræktar-
manna, sem miðuðu að því að tryggja góða uppskeru.
Þá geta trjáamyndirnar bent á trjádýrkun, sem mjög er
almenn meðal jarðyrkjuþjóða. Einkum er það athyglis-
vert, að tré eru oft sýnd á skipamyndum. Skoðun
Almgrens: að bergristurnar sýni trúarleg hátiðahöld,
er að verulegu leyti byggð á hliðstæðum úr tveim áttum.
Annars vegar er goðadýrkun þjóðanna við austanvert
Miðjarðarhaf, en hins vegar ýmsir alþýðlegir leikir, sem
tíðkazt hafa í Evrópu á síðari öldum og virðast vera leifar
af fornum trúarathöfnum.
Kunnust eru maíbrúðkaup og aðrir vorsiðir.1 2 Leik-
1 Sbr. Almgren, bls. 77.
2 Sjá Martin P. Nilsson: Árets folkliga fester, Stockholm 1936.