Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 54

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 54
50 hafa segl né árar. En á skipinu sést oft dansandi fólk; menn með axir eða lúðra; karl og kona saman; kringlóttir skildir, sem virðast eiga að tákna sólina; tré; slöngur eða önnur dýr. En þessi tákn eru líka oft utan við skipin. Stundum eru skipin borin eða dregin af mönnum. Og á einni ristu sést skip, sem tveir hestar draga. Almgren hyggur, að þessar myndir eigi að sýna hátíðahöld, þar sem helgiskipið var borið í skrúðgöngu eða dregið á eins konar sleðameiðum. Hann tilfærir mörg hliðstæð dæmi frá löndunum við botn Miðjarðarhafs, þar sem helgi- skipið — oft skip sólguðsins — var flutt um land í helgum skrúðgöngum. Þar eru meira að segja til myndir af slík- um skipum á hjólum. Hjólaskip sjást hvergi á bergristum Norðurlanda. Þar eru hins vegar sýndir svonefndir bát- sleðar — eins konar sambland af bát og sleða — og hyggur Almgren, að þeir samsvari suðrænu hjólaskip- unum (sjá hér 5. mynd) A En greinilegastar minjar um frjósemidýrkun á berg- ristum eru myndir af karli og konu saman, og er karl- maðurinn jafnan búinn tákni frjóseminnar eins og reyndar flestar karlmannsmyndir á ristum þessum. Enn fremur eru þar algengar myndir af plægingu, og hyggur Almgren, að þar séu sýndar helgiathafnir jarðræktar- manna, sem miðuðu að því að tryggja góða uppskeru. Þá geta trjáamyndirnar bent á trjádýrkun, sem mjög er almenn meðal jarðyrkjuþjóða. Einkum er það athyglis- vert, að tré eru oft sýnd á skipamyndum. Skoðun Almgrens: að bergristurnar sýni trúarleg hátiðahöld, er að verulegu leyti byggð á hliðstæðum úr tveim áttum. Annars vegar er goðadýrkun þjóðanna við austanvert Miðjarðarhaf, en hins vegar ýmsir alþýðlegir leikir, sem tíðkazt hafa í Evrópu á síðari öldum og virðast vera leifar af fornum trúarathöfnum. Kunnust eru maíbrúðkaup og aðrir vorsiðir.1 2 Leik- 1 Sbr. Almgren, bls. 77. 2 Sjá Martin P. Nilsson: Árets folkliga fester, Stockholm 1936.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.