Studia Islandica - 01.06.1963, Page 48

Studia Islandica - 01.06.1963, Page 48
46 svarta. Ólafur andaðist á Geirstöðum og var lagður í haug. „Síðan gerði óáran mikið og hallæri. Var þá það ráð tekið, að þeir blótuðu Ólaf konung til árs sér og köll- uðu hann Geirstaðaálf."1 Þáttur Ólafs Geirstaðaálfs er að vísu ótraust heimild. En ef auknefnið Geirstaðaálfur er rétt hermt, eins og vænta má, ber það með sér, að átrúnaður hefur verið á konunginum. Enn skýrari er trúin á ársæld konungs í sögunni um dauða Hálfdanar svarta: „Hann hafði verið allra kon- unga ársælastur. Svo mikið gerðu menn sér um hann, að þá er það spurðist, að hann var dauður og lík hans var flutt á Hringaríki og var þar til graftar ætlað, þá fóru ríkismenn af Raumaríki og af Vestfold og Heið- mörk og beiddust allir að hafa líkið með sér og heygja í sínu fylki, og þótti það vera árvænt þeim, er næði. En þeir sættust svo, að líkinu var skipt í fjóra staði, og var höfuðið lagið í haug að Steini á Hringaríki, en hverjir fluttu heim sinn hluta og heygðu, og eru það allt kallaðir Hálfdanarhaugar.“ 2 3 Þessi saga hefur verið vefengd af sumum. Þykir þeim ótrúlegt, að líkinu hafi verið skipt, þar sem ekki eru kunn önnur dæmi slíks úr heiðnum sið. Telja þeir líklegra, að likið hafi verið jarðað óskipt að Steini, en á öðrum stöðum verið reistir haugar til minningar.2 En jafnvel þótt sögnin um skiptingu líksins sé ekki tekin bókstaf- lega, sýnir hún engu að síður átrúnað Norðmanna á ársæld Hálfdanar. Sonur Hálfdanar svarta var Haraldur hárfagri. En dóttir Haralds var nefnd Ólöf árbót. Trú Norðmanna á ársæld konungs síns var svo rík, að hún lifði lengur en heiðnin sjálf. Er nóg að minna á ummæli Þórarins loftungu um Ólaf helga: 1 Flateyjarbók II, bls. 7. 2 Heimskringla, Hálfd.s. svarta, 9. kap. 3 Sjá A. W. Brögger: Borrefundet, bls. 58—65, og íslenzk forn- rit XXVI, bls. 93 neðanmáls.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.