Studia Islandica - 01.06.1963, Page 47
45
Þá blótaði hann inum níunda syni sínum og lifði þá enn
tíu vetur. Þá drakk hann horn sem lébarn. Þá átti Aun
einn son eftir, og vildi hann þá blóta þeim, og þá vildi hann
gefa Óðni Uppsali og þau héruð, er þar liggja til. ... Svíar
bönnuðu honum það, og varð þá ekki blót. Síðan andaðist
Aun konungur, og er hann heygður að Uppsölum."1
James Frazer hefur gert sögnina um Aun heimskunna.
Hann hyggur, að hún geymi minjar um þann sið meðal
Forn-Svía, að konungur, er ríkt hefði samfleytt níu eða
tíu ár, yrði að leggja niður völd og fá einhvern annan til
að þola fórnardauða í sinn stað, ef hann vildi halda lífi.
Til samanburðar tekur hann frásögn Saxos um útlegð
Óðins um nærri tíu ára skeið og valdatöku Ullar
(Ollerusar) á meðan. Loks minnist Frazer á höfuðblót
Svía í Uppsölum níunda hvert ár og hyggur, að þau hafi
upphaflega verið haldin, er konungur eða staðgengill
hans var tekinn af lífi. En enginn gat verið eins góður
fulltrúi konungsins til að þola dauða við slík hátíðahöld
og sonur hans sjálfs.2 Frásögn Snorra um sonablót Auns
verður að taka með mestu varúð, þar sem hún á sér enga
stoð í Ynglingatali. Þar segir aðeins, að Aun lézt, er hann
hafði lengi verið ósjálfbjarga af elli. En ef talið er, að
sagan geymi sönn minni um blót Auns, virðist augljóst,
að konungur hefur blótað sonum sínum til að kaupa
sjálfan sig undan fórnardauða. Og þá er líklegast, að það
hafi gerzt á höfuðhátíðum Svía, er haldnar voru á níu
ára fresti. Hins vegar finnst mér hæpið að halda því fram,
að konungdómur í Svíþjóð hafi nokkurn tima verið mið-
aður við níu ára tímabil, fyrst engar endurminningar
um það er að finna úr öðrum áttum.
Fjarri fer þvi, að Ynglingar misstu ársæld sína, þótt
þeir flyttust frá Uppsölum til Noregs. Kunnastar eru
sagnirnar um þá bræður: Ólaf Guðröðarson og Hálfdan
1 Heimskringla, Yngl.s., 25. kap.
2 Frazer III, bls. 57—58 og 160—61.