Studia Islandica - 01.06.1963, Side 56

Studia Islandica - 01.06.1963, Side 56
52 leikjum seinni alda. En þess ber að gæta, að trúarhátíðir Norðurlandabúa á bronsöld þurfa ekki að vera áfanga- staðir á þeirri leið. Alþýðuleikir nútímans geta sótt fyrir- myndir sínar víðar að en til norrænnar heiðni. Þess vegna er mikilvægast að bera bergristurnar saman við það, sem vitað er annars staðar frá um helgihald norrænna þjóða í heiðnum sið. Þá verða fyrst fyrir okkur helgar skrúð- göngur og árbrúðkaup, en um hvorttveggja er getið hjá Tacitusi og í yngri heimildum. Aftur á móti finnst mér hæpið að halda því fram, að ristur, er sýna bardaga eða vopnaða menn, eigi að tákna tiltekin atriði úr leik árs- tíðanna. Eins og tekið hefur verið fram í undanförnum köflum, eru engar norrænar sagnir til um dauða og upprisu ár- guðsins. Hið helzta, sem getur bent til slíks samfellds árstíðaleiks, eru sagnirnar um hina guðlegu forfeður konungaætta: Skjöld og Ing, sem birtast skyndilega, en hverfa svo yfir hafið öllum að óvörum. Einnig líkist sögn- in um dauða Fróða Danakonungs að mörgu leyti helgi- siðum, er áttu sér stað við dauða austrænna árguða eða árkonunga. Þess var getið í síðasta kafla, að margt bendir til þess, að þessar sagnir séu sprottnar upp af hátíðahöld- um til eflingar frjósemi, þar sem konungarnir léku aðal- hlutverkið. En ekki eru til nægar heimildir fyrir því, að þau hafi táknað dauða og upprisu árguðsins. Almgren bendir á svo augljósa líkingu norrænna berg- ristna og fornra helgimynda og frásagna, er lýsa goða- dýrkun austrænna þjóða, að vart verður dregið í efa, að hvorttveggja sé sprottið upp úr svipuðum jarðvegi. Og líklegt er, að ýmis drög úr helgihaldi þjóðanna við Mið- jarðarhafsbotn hafi á löngum tíma síazt inn í goðadýrkun norrænna þjóða. En ástæðulaust er að ætla, að hátíða- höld þeirra hafi verið eins fjölbreytt og meðal þjóða þeirra, er bjuggu í suðri og austri. Einnig hafa fundizt nokkur mannslíkön frá bronsöld, sem hafa öll einkenni goðamynda. Einna kunnast er tré-

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.