Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 40

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 40
38 var stöðugt rifjuð upp með táknrænum leikjum við árs- tíðaskipti. Þessi saga gat því auðveldlega borizt til Norðurlanda og tengzt hinni norrænu systur austrænu árgyðjunnar. VI GUÐLEGT KONUNGDÆMI I síðasta kafla var minnzt á hin fornu dísablót í Upp- sölum og líkur fyrir því, að konungarnir hafi þar gegnt guðlegu hlutverki við hlið dísarinnar. En það er margt fleira, sem bendir til þess, að hinir fornu Ynglingakon- ungar í Uppsölum hafi verið taldir guðlegs eðlis. Áður en sú saga verður rakin, skal minnzt á aðra frægustu fornkonungaætt Norðurlanda: Skjöldunga í Danmörku. Eins og nafnið Skjöldungar ber með sér, var ættin upp- haflega rakin til Skjaldar, og svo er gert í öllum heimild- um nema hjá Saxo Grammaticusi, sem telur Dan hinn mikilláta fyrstan konung í Danmörku. 1 Skjöldungasögu og Snorra-Eddu segir, að Skjöldur væri sonur Óðins, en eldri heimildir benda til allt annarra hugmynda um upp- runa hans. Langelzta sögn um Skjöld er í Bjólfskviðu, sem tal- in er ort á Englandi snemma á 8. öld.1 1 upphafi henn- ar segir frá þvi, hvernig Skyld Skefing, konungur Geir-Dana, hafi vaxið að frægð og ríki, frá því hann fannst hjálparvana, þar til allir, sem umhverfis bjuggu, handan hafsins, urðu að hlýða honum og gjalda honum skatt. Litlu síðar í kvæðinu segir frá því, er Skjöldur konungur hvarf, siglandi brott á sama skipi með mikilli viðhöfn. Nafnið Skefing merkir ættingja eða son Skefs. Um Skef eða Skeaf er hvergi getið í norrænum heimild- um. En í enskum ritum skýtur hann hér og þar upp koll- inum. Greinilegast er sagt frá honum í sögu Englakon- 1 Sjé Beowulf by R. W. Chambers with a supplement by S. L. Wrenn 1959, bls. 322—32.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.