Studia Islandica - 01.06.1963, Page 27

Studia Islandica - 01.06.1963, Page 27
25 ung og ótraust heimild, en virðist geyma ýmis fornsagna- minni. „Og líklegt er, að þátturinn styðjist við gamla minningu um það, er líkneski Freys var ekið um sveitir til að gera mönnum árbót.“ 1 Hér hefur lýsing Tacitusar á dýrkun Nerþusar verið tekin til samanburðar. Báðar sögurnar sýna hið sama: Goðið og prestur þess, sem er annars kyns, aka saman um landið til að efla frjósemi jarðar. Skrúðgöngur, þar sem goðið og prestur þess eru í broddi fylkingar, eru eins konar árbrúðkaup, sem bæta alla frjósemi í náttúrunnar ríki, þar sem þau fara um. Sami tilgangur er með hinum hneykslanlegu siðum, sem Adam af Brimum og Saxo telja, að verið hafi samfara höfuðblótum Svía í Uppsölum: þ. e. að láta frjósemi mann- lífsins orka á frjósemi náttúrunnar. Einnig hefur oft verið gizkað á, að sögnin um Gunnar helming sé sprottin upp af því, að tíðkazt hafi í Svíþjóð að fela lifandi mönnum að fara með hlutverk Freys við opin- ber hátíðahöld. Jafnvel hefur þess verið getið til, að dauðadæmdum föngum hafi verið gert að skyldu að taka það að sér um stundarsakir, áður en þeim var blótað.2 Þessi getgáta verður að teljast mjög vafasöm. En sú skoð- un, að einhvers konar árbrúðkaup hafi verið virkur þáttur í dýrkun Freys, er studd svo mörgum rökum, að varla þarf að efast um slikt, jafnvel þótt sögnin um Gunnar sé tekin með varúð. Snorri lýkur lýsingu sinni á Frey með því að segja, að Sviar kölluðu hann veraldargoð „og blót- uðu mest til árs og friðar alla ævi síðan“. Þessi síðasta málsgrein hefur fengið staðfestingu af samanburði við trúarbrögð Lappa. En þeir kölluðu árguð sinn Warálden Olmay (veraldarmanninn), sem virðist vera sama nafnið og veraldargoð. En mestu máli skiptir, að dýrkun Lappa á árguði sínum virðist vera nákvæm eftirlíking af blótum norrænna manna við hátíðahöld Freys. Waralden Olmay var ákallaður til hvers konar frjósemi. Á hann var heitið 1 Isl. fornrit IX (formáli, bls. LX). 2 Sjá Nordisk kultur XXVI, bls. 102.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.