Studia Islandica - 01.06.1963, Page 34

Studia Islandica - 01.06.1963, Page 34
32 kölluð var dís. Frá fornu fari hefur verið haldinn mark- aður í Uppsölum, sem hefst eftir fyllingu þorratungls ár hvert. Heitir hann enn Distingen, sem talið er, að sé af- bökun úr orðinu dísaþing eða dísarþing. Dísaþing er líka nefnt í hinum fornu Upplendingalögum. Orðið dísaþing, sem haft er um þennan markað Svía, sýnir ljóslega, að hann hefur í upphafi verið haldinn í sambandi við dísa- blót. Snorri Sturluson er líka til vitnis um, að kaupstefna, þing og blót allra Svía áttu samleið í upphafi. Snorri segir svo frá: ,,í Svíþjóðu var það forn landssiður, meðan heiðni var þar, að höfuðblót skyldi vera að Uppsölum að gói. Skyldi þá blóta til friðar og sigurs konungi sínum, og skyldu menn þangað sækja um allt Svíaveldi. Skyldi þar þá og vera þing allra Svía. Þar var og þá markaður og kaupstefna og stóð viku. En er kristni var í Svíþjóð, þá hélzt þar þó lögþing og markaður.“ 1 Síðan getur Snorri þess, að markaðstíminn hafi verið færður aftur. Ef til- færslan nemur einum mánuði, eins og líklegast er, þar sem markaðstíminn var miðaður við tunglfyllingu, hefur markaðurinn áður verið á tímabilinu frá 23. febrúar til 31. marz. En þá voru vorjafndægur 15. marz samkvæm júli- anska tímatalinu.2 Varla þarf því að efa, að það er sama hátíðin, sem Adam og Snorri lýsa. Það er því líklegast, að Svíar hafi haldið sameiginleg blót í Uppsölum á hverju ári, þótt mest hátíðahöld væru þar á níu ára fresti. Dísablót eða dísarblót hljóta einhvern tíma að hafa verið meginþáttur í þessum hátíðahöldum, fyrst bæði þing og kaupstefna fengu nafn af þeim. Samt mundi þykja var- hugavert að halda því fram, ef ekki væru fleiri heimildir því til styrktar. 1 Ynglingasögu segir um Aðils, einn af fornkonungum Svia: „Aðils konungur var að dísablóti og reið hesti um dísarsalinn. Hesturinn drap fótum undir honum og féll og konungur af fram, og kom höfuð hans 1 Heimskringla, Ól.s. helga, 77. kap. 2 Nat. Beckmann: Distingen, Studier tillágnade E. Tegnér 1918, bls. 200—208.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.