Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 16
Náttúrufræðingurinn
16
Ritrýnd grein / Peer reviewed
Súlur leita á
fyrri varpstöðvar
Ævar Petersen, Cristian Gallo og Yann Kolbeinsson
SÚLUR verpa nú á tímum á níu stöðum við Ísland, flestum við sunnan- og
suðvestanvert landið en einnig á einum stað við Austurland og tveimur við Norð-
austurland. Fyrrum var súluvarp í Súlnastapa við Hælavíkurbjarg á Vestfjörðum
en þar hafa súlur ekki orpið í einar tvær aldir svo vitað sé. Þá er kunnugt um
minnst fjóra staði aðra þar sem súlur hafa orpið við landið en þau vörp eru horfin.
Hér er skýrt frá endurkomu súlna á fornar varpslóðir á Hornströndum og viðleitni
til varps. Athuganir eru settar í samhengi við núverandi ástand stofnsins og
aðrar varpstöðvar. Fyrsta athugunin sem við höfðum spurnir af var þegar súla
var ljósmynduð á hreiðri á Langakambi undir Hælavíkurbjargi sumarið 2016, og
gerðu það náttúruskoðarar á erlendu skemmtiferðaskipi. Síðan fannst stakur
hreiðurhraukur á sama stað á hverju ári 2017 til 2020. Undir lok vinnslu þessarar
greinar uppgötvuðust ljósmyndir sem teknar höfðu verið á árunum 2013 til 2015
á sama stað. Þær sýndu að súlur héldu þá til á Langakambi og höfðu byggt þar
hreiður árið 2014. Því er ljóst að súlur hafa lengi verið að huga að mögulegu
varpi á þessum slóðum.
Náttúrufræðingurinn 91 (1–2) bls. 16–24, 2021
INNGANGUR
Stærstur hluti hins íslenska stofns súlu
Morus bassanus verpur við sunnan- og
suðvestanvert landið. Súluvarp er í
fimm eyjum Vestmannaeyja, Súlnaskeri,
Hellisey, Brandi, Litla- og Stóra-
-Geldungi (tvær síðustu byggðirnar
eru reyndar stundum taldar sem ein,
Geldungur, þar sem þær eru hlið við
hlið) og í Eldey við Reykjanesskaga. Ein
varpstöð er í eyjunni Skrúði við Aust-
urland og tvær við Norðausturland,
í og við Skoruvíkurbjarg á Langanesi
(bæði í stakknum Stóra-Karli sem er
fast við bjargið og í bjarginu sjálfu)
og í Rauðanúpi á Melrakkasléttu. Á 1.
mynd eru sýndar núverandi súlubyggðir
við landið.
Arnþór Garðarsson1–5 hefur verið
manna ötulastur við að fylgjast með
framvindu súlustofnsins hér við land í
eina fjóra áratugi þótt fyrr á tímum hafi
aðrir lagt þessu máli lið.6–13 Í síðustu
heildartalningu 2013–2014 voru súlupör
við Ísland samtals 37.216.5
Vitað er um að minnsta kosti fimm
staði til viðbótar þar sem súlur urpu í
fyrndinni (sjá nánar í umræðukafla).
Einn þeirra er Súlnastapi undir Hæla-
víkurbjargi, nú innan Hornstranda-
friðlands á Vestfjörðum. Þetta súluvarp
hvarf snemma á 19. öld eða jafnvel í lok
18. aldar.14,15 Nú virðast súlur aftur farnar
að huga að varpi á þessum slóðum, og eru
hér raktar athuganir sem benda í þá veru.
EFNIVIÐUR
Upphaflega kom ábending um hugs-
anlegt endurhafið súluvarp á Horn-
ströndum frá John Chardine sjófugla-
fræðingi í Kanada árið 2016. Hann
og þýski ljósmyndarinn Klaus Kiese-
wetter voru á hringferð um Ísland
með skemmtiferðaskipinu Fram frá
norska skipafélaginu Hurtigruten og
sigldu meðfram Hornströndum 25. maí.
Chardine kom þessum upplýsingum til
eins höfunda (ÆP) og síðar gaf Kiese-
wetter leyfi til að birta mynd sem hann
tók þennan dag (4. mynd). Þegar vinnsla
greinarinnar var langt komin uppgötv-
uðust ljósmyndir sem teknar höfðu
verið í leiðöngrum fuglamanna frá
Náttúrustofu Vestfjarða á Hornstrandir
á árunum 2013 til 2015 (Böðvar Þóris-
son, munnl. uppl. og tölvubréf 2020).
Þótt ekki hafi verið ljósmyndað hreiður
nema 2014 sáust á myndunum hin árin
súlur sitja á staðnum þar sem hreiður
var 2014 og síðar.
Á hverju sumri fer einn höfunda
(CG) á Hornstrandir til að vakta fugla-
líf í lok júní eða byrjun júlí og annar
höfunda (YK) fór einnig með honum
3. júlí 2017. Einnig voru báðir á ferð í
apríl 2019. Tilgangur Hornstrandaferða
þeirra er fyrst og fremst vöktun bjarg-
fugla í Hælavíkurbjargi. Verkefnið er í
umsjón Náttúrustofu Norðausturlands í
Skoruvíkurbjarg N
Rauðinúpur
Skrúður
Hellisey
Súlnasker
Brandur
Geldungur
Eldey
0 50 100 150 200 250 KM