Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 18
Náttúrufræðingurinn 18 Ritrýnd grein / Peer reviewed 2. mynd. Á Langakambi undir Hælavíkur- bjargi fannst súluhreiður árið 2014, og síðan árlega frá 2016 til 2020. Grænu deplarnir á Íslandskortinu sýna hvar súlubyggðir er nú að finna á Íslandi. – On the dyke Langikambur at Hælavíkurbjarg were Northern Gannets dis- covered with nests in summer 2014, and then annually 2016 to 2020. The green dots on the Iceland map show the location of present-day Gannet colonies. Árið 2016 Hinn 25. maí 2016 sást súla á hreiðri á Langakambi og var ljósmynduð (4. mynd). Upphaflega var talið að varp- staðurinn væri í Súlnastapa (66.453133N, -22.540165V), um 30 m háum drangi eða stapa skammt undan Hælavíkurbjargi, rúmlega 500 m frá Langakambi. Við nánari athugun og samanburð á ljósmyndum reyndist svo ekki vera. Súlnastapi var hins vegar varpstaður súlna fyrr á öldum eins og fjallað er um í umræðukafla. Ekki er vitað hvort egg var í hreiðrinu þetta skipti eða fyrr um sumarið. Súlur verpa aðeins einu eggi og er aðalvarptími þeirra í apríl en fyrstu fuglarnir verpa um mánaðamót mars-apríl.20 Sumarið eftir 3. mynd. Súluhreiður á Langakambi undir Hælavíkurbjargi í friðlandi Hornstranda árið 2014. – Northern Gannet nest at Langi- kambur at Hælavíkurbjarg bird cliff, Horn- strandir Nature Reserve (NW-Iceland) in 2014. Ljósm./Photo: Böðvar Þórisson / Náttúrustofa Vestfjarða 10.7. 2014. (2017) skráði einn höfunda (YK) hjá sér eftir landverði (Vésteinn M. Rúnarsson munnl. uppl.) að stök súla hafi haldið til yst á Langakambi sumarið 2016 en engar upplýsingar fylgdu um hreiðurgerð. Árið 2017 Þetta ár voru tveir höfunda (CG og YK) við athuganir á Langakambi 3. júlí og var þá hreiðurhraukur yst á berggangnum á sama stað og árið áður (5. mynd). Stök súla var á hreiðurstaðnum 3. júlí en ekkert egg var í hreiðrinu (6. mynd). Ekki er vitað hvort egg hefur verið þar um vorið, en eins og áður segir verpa súlur frekar snemma miðað við aðra íslenska fugla.20 Árið 2018 Sem og árin á undan var einn höfunda (CG) við fuglaathuganir í Hornstranda- friðlandi í lok júní. Þrjár súlur sátu yst á Langakambi 28. júní. Þarna var hreiður- hraukur á sama stað og árin áður og sat ein súlan á barmi hans (7. mynd). Ekki var egg í hreiðrinu en hreiðurhrauk- urinn var greinilega mun verr úr garði gerður í lok júní 2018 en bæði árin áður og eftir (sjá 6. mynd). Kann vel að vera að hreiðrið hafi litið betur út fyrr um sumarið. Það var að minnsta kosti farið að láta á sjá fyrir viðhaldsleysi þegar komið var fram á mitt sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.