Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 21 Ritrýnd grein / Peer reviewed 7. mynd. Þrjár súlur yst á Langakambi á Hornströndum árið 2018. Fuglinn í miðið stendur á hreiðurhrauknum. – Three Northern Gannets perching at the end of Langikambur dyke at Hornstrandir Nature Reserve (NW-Iceland) in 2018. The bird in the middle is standing on the nest. Ljósm./ Photo: Cristian Gallo, 28.6. 2018. beri heiti af fjórum bergstöplum sem það hvílir á, eins og bent hefur verið á.1 Sigfús M. Johnsen26 taldi reyndar að skerið væri kallað eftir fuglunum. Örnefni eitt og sér gefur varla ástæðu til að fjalla um súluvarp í Súlnastapa ef ekki væru fleiri heimildir um súlur þar frá fyrri öldum. Sú elsta mun vera ferðabók Olavíusar sem ferðaðist um Hornstrandir sumarið 1775. Getur hann þess að súluungar séu veiddir þar á vorin.14 Arnþór Garðarsson1 benti á að súluungaveiðar gætu ekki farið fram að vorlagi og þótti þess vegna vafasamt að þarna hefði nokkurn tímann verið súlu- varp. Olavius var ekki fuglafræðingur og gæti hafa misskilið heimamenn. Okkur þykir ekki ástæða að efast um að súlur hafi orpið í Súlnastapa þar sem þeirra er einnig getið í sóknalýsingu Jóns Eyj- ólfssonar.15 Hann var prestur á Stað í Aðalvík frá 1843 til 1866 og hefur eflaust verið vel kunnugur á nyrðri hluta Hornstranda og þekkt þar landgæði, enda náði prestakall hans allt norður á Horn. Jón getur þess að fjöldi súlu- unga hafi verið drepinn í Súlnastapa. Varla hafa menn búið til sögu um veiði á súluungum þótt hægt sé að efast um hve margir ungar hafi fengist, svo sem Arnþór Garðarsson1 nefnir. Jón segir að varpinu hafi verið spillt en hvenær er óvíst, líkast til annaðhvort í lok 18. aldar eða í byrjun þeirrar 19. Því eru liðnar að minnsta kosti tvær aldir frá því súluvarp lagðist af í Súlnastapa. Kannski hefur stapinn minnkað eitthvað frá þeim tíma, svo sem vegna rofs af völdum sjógangs og ísa. Þorsteinn Einarsson sigldi kringum stapann í júlí 1958 en sá hvorki súlur né hreiður. Með tilvísun í sóknalýs- ingu séra Jóns getur Þorsteinn þess líka að erlendir fiskimenn hafi eyðilagt varpið, en Jón kveður fiskimennina hafi verið Íslendinga. Þorsteinn hefur eftir Benjamín Eiríkssyni sem alinn var upp á Hornströndum (nefndur Bene- dikt í yngri heimildinni) að ungarnir hafi verið teknir til beitu.11,27 Einar Þ. Guðjohnsen sigldi einnig hringinn um Súlnastapa í júlí 1966 ásamt ferðafé- lögum og getur ekki um súlur, þótt ætíð sé varasamt að byggja á vísbendingum sem ekki beinlínis nefna að engir fuglar hafi sést.28 Súlnastapi er sýndur á gömlum Íslandskortum, svo sem á korti Orteli- usar eða Guðbrands Þorlákssonar frá 1590.29 Hann var framan af nefndur Fulvastapi á kortum (fulvus á latínu merkir rauð- eða rafgulur; en hér er e.t.v. misritun úr „súlna“ því stafirnir f og s eru sviplíkir í gamla skrifletrinu (ʄ og ʃ) og einnig n og v (n og u)). Á strand- korti frá 1820 var Súlustapi nefndur (reyndar ritað Súlustapir).30 Engar vís- bendingar eru á kortunum um að súlur hafi orpið þarna. Súlnastapi er einnig nefndur í fornbréfum mun fyrr, í reka- skrá Vatnsfjarðarkirkju 1327, í máldaga hennar 1397, og í öðrum máldaga hennar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.