Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 26
Náttúrufræðingurinn 26 Ritrýnd grein / Peer reviewed verið dvalarstaðir Norðlendinga. Einnig sóttu þangað Héraðsbúar, meðal annars frá Skriðuklaustri sem átti hlut í Borg- arhöfn, og var að líkindum flutt þaðan skreið til baka í klaustrið. Árið 1573 varð mikið sjóslys við Hálsahöfn þar sem fórust yfir 50 sjómenn af mörgum árabátum. Eitthvað lengur, eða líklega fram á 17. öld, fóru Norðlendingar og Austfirðingar austan Vatnajökuls til verstöðva í Skaftafellsssýslu eins og forn örnefni vitna um. Ritaðar heim- ildir frá 16. öld greina einnig frá ferðum milli Skaftafells og Möðrudals og gagn- kvæmum ítökum þessara jarða hvorrar í annars landi. Í greininni er einnig fjallað um Grímsvötn og vitneskju Skaftfellinga og fleiri þegar á miðöldum um stað þeirra í jöklinum. Á 17. öld er að finna í rituðum heimildum nafnið Grímsvatnajökull sem líklega er undanfari heitisins Vatna- jökull. Vitnað er til ummæla á 19. öld um Grímsvötn sem eldstöð og hverasvæði og nákvæma staðsetningu eldgoss þar í jöklinum árið 1883. Í um 250 ár, frá því snemma á 17. öld til 1875, eru engar heimildir um mannaferðir yfir Vatnajökul, en þá komu til sögunnar erlendir áhuga- menn um jöklaferðir, fyrstur þeirra Englendingurinn William L. Watts. Hann fór norður yfir jökulinn í fylgd Íslendinga og síðan nokkrir í kjöl- farið, meðal annars Koch og Wegener á hestum 1912 í fylgd Vigfúsar Sig- urðssonar Grænlandsfara. Það var svo árið 1926 að þrír ungir bændasynir úr Hornafirði fetuðu saman fram og til baka í spor forfeðranna yfir ísbreiðuna miklu sem nú er leikvangur þúsunda ár hvert í Vatnajökulsþjóðgarði. TVEGGJA ALDA ROF Í ÖRÆFAFERÐUM Eins og um hefur verið fjallað í þessari greinasyrpu virðist sem sjóslysið í Hálsahöfn í Suðursveit 1573 hafi átt þátt í að binda enda á verferðir norðan að yfir Vatnajökul. Eitthvað lengur kann að hafa verið farið um Norðlinga- vöð austan jökulsins til sjóróðra í Lóni og vestar, en einnig þær ferðir strjál- uðust og lögðust af á 17. öld. Svipað var þessu varið um gamlar alfaraleiðir milli landsfjórðunga. Þannig fækkaði ferðum á hestum um Sprengisand á 18. öld og lögðust raunar alveg af í um aldarfjórðung.3 Það á einnig við um svonefnda Biskupaleið úr Suðurár- botnum austur um Úthraun, þ.e. nyrsta hluta Ódáðahrauns norðan Kerlingar- dyngju að Ferjufjalli gegnt Möðrudal, sem Oddur Einarsson biskup fór síðast í vísitasíuferð til Austurlands 1607 eða 1618.3 Nafnið Ódáðahraun er þekkt frá því um 1600, kemur meðal annars fyrir í Undrum Íslands, riti Gísla biskups Oddssonar.4 Vísar það eflaust til óttans við útilegumenn sem rammt kvað að á meðan þekking manna á óbyggðunum var lítil og brotakennd. Það var fyrst með könnunarferðum nokkurra Aust- firðinga og Þingeyinga í lok 18. aldar og á fyrri hluta 19. aldar að hulunni tók að lyfta af þessu stóra svæði. Meðal til- lagna landsnefndarinnar svokölluðu sem dönsk stjórnvöld settu á fót 1770 var að bæta samgöngur í byggðum og leita uppi og merkja týnda fjallvegi milli landshluta yfir hálendið.5 Ein af þessum leiðum fékk nafnið Vatnajökulsvegur, og var talið að hann gæti stytt ferðalög milli Austurlands og Suðurlands um nokkra daga. Hér á eftir er vikið að til- raunum til að festa þá hugmynd í sessi. VATNAJÖKULSVEGUR Á DAGSKRÁ Í HÁLFA ÖLD Segja má að Árni Oddsson lögmaður (1592–1665), sonur Odds biskups Einarssonar, hafi fyrstur manna á seinni öldum vakið athygli manna á þessari leið norðan Vatnajökuls. Sumarið 1618 fór hann þeysireið frá Vopnafirði til Þingvalla með málsskjöl sem miklu skiptu í deilu þeirra feðga við Herluf Daa höfuðsmann. Frá Brú á Jökuldal var Árni einhesta og er talið að hann hafi riðið þaðan stystu leið fram með norðanverðum Vatnajökli á fjórum eða fimm sólarhringum. Þessi ferð minnir á ummæli Gísla Oddssonar bróður hans í ritinu Undur Íslands (1. mynd) þar sem segir í þýðingu Jónasar Rafnars: … Jökulsá, sem er langmest allra fljóta á Íslandi, því að stundum er hún yfir tvær eða þrjár rastir á breidd við fjöllin, og þó að þetta sé ótrúlegt, þá hef eg að vísu reynt það ásamt félögum mínum með ærinni hættu, að svo er.4 Í latneska textanum segir að ár- breiddin hafi verið „ultra duo milli- aria aut tria“ – rúmlega tvær mílur til þrjár mílur – og er helst að ætla að þar sé átt við rómverska mílu, sem jafngildir tæplega 1,5 kílómetrum. Þá hefði áin verið allt að 4,5 km á breidd „við fjöllin“ (lat. „ad montana“). Hvort þar er vísað til byggðarlagsins Fjöll, sbr. Möðrudal á Fjöllum, eða til fjalla innar með ánni er óvíst. Lýsingin á „röstunum“ eða mílunum gæti vísað til Jökulsár í vexti á Flæðum norðan Dyngjujökuls. Gísli vísiteraði Aust- urland 1629 í umboði Odds föður síns og aftur sem biskup 1633, en ekki er vitað hvar leiðir hans þá lágu.3 Vafa- lítið hefur hann haft spurnir af áður- nefndri ferð Árna bróður síns 1618. Við tökum nú stökk í tíma til ársins 1794. Það sumar hafði ungur Fljótsdæl- ingur, Pétur Brynjólfsson (1775–1798) læknissonur frá Brekku, fyrir hvatn- ingu Stefáns Thorarensens amtmanns tekið sér ferð á hendur frá Brú á Jökul- dal vestur með norðurrönd Vatnajökuls að Kiðagili í leit að færum vegi. Hann hitti síðar sama sumar Svein Páls- son náttúrufræðing og fylgdi honum áleiðis upp á Snæfell ásamt með mági sínum Guttormi Pálssyni (1775–1860), 1. mynd. Bók Gísla Oddssonar Skálholts- biskups (1632–1638) um Undur Íslands auk annálabrota. Íslenskt frumrit er glatað en Undrin voru fljótt þýdd á latínu, og að lokum aftur á íslensku af Jónasi Rafnar og gefin út árið 1942. – Book cover of bishop Gísli Odds- son's (1632–1638) famous text on the Won- ders of Iceland translated from Latin into Ice- landic, published in 1942.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.