Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 29 Ritrýnd grein / Peer reviewed 7. mynd. Sigurður Gunnarsson (1812–1878). Prestur og bóndi, alþingismaður 1869–1873, náttúrufróður. – Priest and farmer, parliamen- tarian, naturalist. („ultra quinque milliaria magna“), og það ,stórar‘, væri flóðið nálægt átta kíló- metrum á breidd. Farist hafi í flóðinu maður bláfátækur, kona hans og nokkur börn, en önnur fjölskylda hafi komist af heilu og höldnu eftir fimm daga dvöl á auðri sandeyri.4 Um svipað leyti segir Þorsteinn Magnússon klausturhaldari í ritgerð sinni, Relatio, um Kötlugos og hlaup 1625, að svipað gerist í Gríms- vötnum, norðan Glómagnúpssands (þannig ritað) hjá Skeiðarárjökli, að „nær sagður Skeiðarárjökull hleypur með eldi, ísi og vatni … hvað og títt sker, 8. mynd. Horft yfir Grímsvatnaöskjuna. Kollur Grænafjalls í fjarska og sést í Skeiðarárjökul til vinstri. – A view south over the Grímsvötn caldera to Grænafjall mountain and Skeiðarárjökull to the left. Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson, 7. júlí 1997. 6. mynd. Vatnajökulsvegur um Vonarskarð. Uppdráttur Björns Gunnlaugssonar 1844. – Vatna- jökull road through the Vonarskarð pass. A map from 1844 by Björn Gunnlaugsson. Lands- bókasafn – Háskólabókasafn / National and University Library of Iceland. þá skal fyrst eldurinn uppspretta mitt úr greindum Grímsvötnum og þar upp úr loga og tundra svo sem annað bál af brenniholtum eður þurrum viði“.18 Það sem eðlilega vakti undrun fyrri tíðar manna var hið kynlega samspil elds og vatns sem þar birtist (9. mynd). Á 17. öld skrifaði hinn virti danski fræðimaður Peder Hansen Resen (1625– 1688) ritverkið mikla Atlas Danicus. Sjöunda bindi þess, samið 1684–1687, er helgað Íslandi og gaf Sögufélagið það út í íslenskri þýðingu Jakobs Benedikts- sonar árið 1991. Þar segir meðal annars: Árið 1684 hófst eldgos í Gríms- vatnajökli, sem annars er þakinn eilífum snjó, og það með þvílíkum ofsa og magni að eldurinn sást víðsvegar um land. Gosið stóð svo lengi að ennþá í miðjum janúar árið 1685 mátti sjá það. Á undan eldgos- inu fór gífurlegt vatnsflóð úr þessu sama fjalli í fljótið Jökulsá [á Fjöllum] og bar með sér þvílíka jaka úr jökl- inum að þá mátti telja á við meðal- fjöll. Þessa jaka skildi flóðið sumpart eftir á jöðrum sínum, en það var fimm mílur á breidd og sextán á lengd ...

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.