Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 43 hálffyllt af drullu. Skriðupúlsarnir eða eðjuflóðin virtust smám saman hreinsa farvegina tvo í hlíðinni, og við það varð leiðin greiðari fyrir seinni skriðupúlsa niður á undirlendið. Á endanum, um miðjan dag 7. október, náðu tveir skriðu- púlsar, sem voru sýnu stærstir, niður á milli bæjarhúsanna. Við þetta nálgað- ist skriðan talsvert bæjarhúsin á Gilsá 2 og lengdist um 200–250 m. Þá lok- aðist þjóðvegurinn og nokkrir hektarar af túni til viðbótar fóru á kaf í aur. Ekki er útilokað að setbunkinn uppi á hjall- anum hafi geymt talsvert leysingavatn frá sumrinu og einhvers konar vatnsflóð hafi fylgt skriðufallinu niður fjallshlíð- ina eða aukið vatn runnið úr setbunk- anum í kjölfar skriðunnar. Slíkt er erfitt að meta. Birgir á Gullbrekku sagði að þarna væri þó nokkuð vatn á ferðinni að jafnaði, lækur rynni ávallt niður í einum meginfarvegi í hlíðinni neðan setbunkans og gangnamenn heyrðu ávallt lækjarhljóð undan urðinni þegar um hana væri gengið að hausti, skammt neðan upptaka skriðunnar. Lækjar- rennsli niður í aurfyllta farvegina átti líklega nokkurn þátt í hreinsun þeirra og greiddi þannig leið seinni skriðufall- anna 6. og 7. október. Við fyrstu könnun á vettvangi varð ljóst að ekki var um að ræða hefðbundna aurskriðu, beintengda úrkomu eða leys- ingum. Tíðarfar undangenginna daga og vikna gaf ekki sérstakt tilefni til að vænta skriðufalla. Nokkur hnullungs- stykki, allt að 3–4 m í þvermál, skáru sig úr skriðusetinu. Í sjónauka minnti útlit þeirra á gróft molaberg, sem er samlímd bergmylsna og nokkuð algengt í fjöllum. Við nánari skoðun kom í ljós að um frosna sethnullunga var að ræða. Efnið í þessum sethnullungum var fyrst og fremst frostveðrað berg úr klettunum í efstu brúnum Hleiðargarðsfjalls, kantað gróft grjót og fínni méla eða sandur í bland við ís. Efnið reyndist algjörlega samfrosið og virtist mönnum að ís væri að minnsta kosti 20% af rúmmáli hnull- unganna. Frosnu hnullungarnir virð- ast hafa komið úr setbunkanum uppi á hjallanum í fjallinu því að þar uppi er greinilegt brotstál í hjallabrúninni, á að giska 2–4 m þykkt (3. og 4. mynd). Fremsti hluti setbunkans virðist því hafa sprungið og hluti efnisins úr upptaka- svæði skriðunnar borist niður í heilum frosnum blokkum eða hnullungum. Þessi ummerki renna stoðum undir lýsingu Birgis á hvellinum mikla sem hann heyrði skömmu fyrir skriðufallið. Eðlilegt er að álykta að samfrosinn set- bunkinn hafi fyrst sprungið með hvelli og orðið við það óstöðugur, síðan silast af stað í kjölfarið og loks fallið fram sem skriða. Þess má geta að slíkir hvellir, 3. mynd. Vettvangsathuganir leiddu í ljós að hluti skriðusetsins var samfrosið veðrunarset, lík- legast ættað úr setbunka í um 800–900 m hæð í fjallinu. Ljósm.: Skafti Brynjólfsson, 7. október 2020.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.