Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 47 Ritrýnd grein / Peer reviewed Náttúrufræðingurinn 91 (1–2) bls. 46–55, 2021 1. mynd. Myndir af vettvangi æðarfugla- dauðans á Hrauni vorið 2018. Fuglarnir liggja dauðir í sömu stellingunni, og einnig fuglar af öðrum tegundum. – Photos from Hraun, North Iceland, site of the first avian chol- era outbreak in wild birds in Iceland. Dead birds were found in positions typical of avi- an cholera and birds of other species were found dead as well. Ljósm./Photo: Merete Rabølle, Hrauni. INNGANGUR Í júní 2018 mátti lesa í fjölmiðlum að fjöldi æðarfugla (Somateria mollissima) hefði drepist í æðarvarpinu á Hrauni á Skaga ásamt nokkrum gæsum og máfum.1,2 Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fékk fuglana til rannsóknar og greindi sjúkdóms- valdinn sem fuglakóleru, bakteríusýk- ingu af völdum Pasteurella multocida.a Vorið 2019 endurtók sagan sig og er talið að um 900 æðarkollur hafi drepist á þessum tveimur árum. Það samsvar- aði 38% varpfugla á Hrauni.3 Veturinn 2019–2020 stofnaði Æðarræktarfélag Íslands starfshóp um viðbragðsáætlun við fuglakóleru í æðarvörpum, í sam- starfi við Matvælastofnun og Háskóla Íslands.4 Vorið 2020 var því áfram fylgst með en nú fundust aðeins þrír dauðir æðarfuglar, og þar af drápust tveir lík- lega af öðrum orsökum en úr fugla- kóleru (Merete Rabølle í tölvupósti til höfundar 20.6. 2020). Munu dauðsföllin á Hrauni 2018 og 2019 (1. mynd A og B) vera fyrstu skráðu tilfelli fuglakóleru í villtum fuglum hérlendis, en áður voru þekkt tilfelli í hænsnabúum.5,6 Hér verður fjallað um fuglakóleru og áhrif sjúkdómsins á villta fugla með sérstakri áherslu á æðarvörp, meðal annars til að menn geti brugð- ist við mögulegum frekari sjúkdóms- hrinum í æðarvörpum hér á landi. Fuglakólera (Pasteurellosis avium; e. avian cholera, avian pasteurellosis) er bráðsmitandi sjúkdómur sem veldur bráðri blóðeitrun og getur drepið sýkta fugla á 6–12 tímum þótt algengara sé að sjúkdómsferlið sé 4–9 dagar. Ytri einkenni eru sjaldan áberandi sökum þess að sjúkdómurinn leiðir til dauða á nokkrum dögum eftir sýkingu. Fyrir kemur þó að lifandi fuglar sýna merki lasleika, þeir eiga erfitt með flug eða að halda jafnvægi, virðast slappir og hægt er að komast óvenju nálægt þeim áður en þeir grípa til flugs.7 Fuglarnir fá krampaflog, synda í hringi eða kasta höfðinu aftur áður en þeir drepast. Yfir- leitt verða sjúkdómshrinur fuglakóleru á svæðum þar sem farfuglar koma saman í tugþúsundatali og bakterían getur varðveist í umhverfinu í allt að 7 vikur áður en sjúkdómshrinur skella á, oft þannig að þúsundir eða tugþúsundir fugla drepast samtímis.7–9 Innri einkenni sem sjást við krufn- ingu eru staðbundnar vefjaskemmdir á lifur, hjarta og stundum fóarni eða öðrum innri líffærum.10 Smáir gulir eða hvítir blettir sjást á lifur, í meltingar- vegi eru oft kekkir fylltir glæru slími og í smágirni sjást bólgur og blæðingar (2. mynd). Sýking af völdum fuglakóleru er staðfest með einangrun P. multocida úr hjarta, lifur, beinmerg eða öðrum vefjum.11 Svipuð innri einkenni sjást í sýktum alihænsnfuglum.5 a Þessi baktería er alls óskyld Vibrio cholerae sem veldur kóleru í mönnum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.