Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 52

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 52
Náttúrufræðingurinn 52 Ritrýnd grein / Peer reviewed 10% einstaklinga árið 2007 en jókst ár hvert og náði tæpum 60% árið 2014. Styrkur mótefnis í blóði mældist að meðaltali rúmlega tvöfalt hærri 2010– 2014 en 2007–2009. Hlutfall sýktra fugla meðal fangaðra fugla var hæst 10% árið 2010 en lægst 0,6% árið 2009 og 0% árið 2012. Meðalstyrkur mótefnis reyndist útskýra 86% af árlegum breytileika í smitstuðli. Fyrir vikið var hjarðónæmi líklegasta skýringin á rénun fuglakóler- unnar í East Bay, fremur en lækkað nýgengi sýkinga eða fækkun varpfugla af völdum dauðsfalla. ÞEGAR FUGLAKÓLERU VERÐUR VART Þótt fuglakólera sé jafn skaðlegur sjúk- dómur í villtum fuglum sem raun ber vitni er lítið vitað um þættina sem valda sjúkdómshrinunum og hvernig má sporna við dauðsföllum af völdum þeirra.9,22 Þegar mikill fjöldi fugla, sem virðist heilbrigður, drepst er rétt að hafa fuglakóleru í huga. Ef um hana er að ræða er líklegt að fleiri en ein fugla- tegund finnist dauð í nágrenninu11 eins og raunin varð í æðarvarpinu á Hrauni 2018–2019 þar sem máfar og gæsir fund- ust auk æðarfugla. Þær aðgerðir sem heimildum ber saman um að grípa eigi til eru frekar almenns eðlis.7,9,43 Rétt er að benda á handbók bandarísku Náttúrustofnunar- innar (U.S. Fish & Wildlife Service)7 og á viðbragðsáætlun Æðarræktarfélags Íslands.4 Hafa skal í huga að allar aðgerðir þarf að vega og meta gagnvart áhættu á að smit berist á fleiri staði, og ekki síður að fæstar þessara aðgerða hafa verið prófaðar með vísindalegum aðferðum. Þá eru engar sértækar aðgerðir til gegn fuglakóleru, þ.e. aðgerðir sem bein- ast beint að þessum tiltekna sjúkdómi. Menn ættu að fara eftir öllum almennum ráðleggingum um sjúkdóma í villtum fuglum. Smitleiðir ætti að hafa í huga, sérstaklega að smit getur borist með hlutum sem hafa verið notaðir á sýktum svæðum,7 svo sem áhöldum, stígvélum og fatnaði. Þegar það er unnt er áríðandi að koma í veg fyrir að sýktir eða veikir fuglar beri sjúkdóminn á önnur svæði, og er það í raun mikilvægasta aðgerðin. Sýktir fuglar eða nýdauðir eru líkleg- asta uppspretta frekara smits og því er æskilegt að fjarlægja þá jafnóðum og þeir finnast og leita þeirra helst daglega eftir að sjúkdómshrinan hefst.4,9,43 Snemma í sjúkdómshrinu er æskilegt að koma á vöktun á svæðinu, safna saman hræj- unum og eyða þeim með því að brenna þau, hvort sem er í gryfjum eða færan- legum brennsluofnum.9,43 Hræ í jörðu geta varðveitt P. multocida í að minnsta kosti 3 mánuði7 og því er alls ekki ráðlegt að urða hræ (hvort sem er villtra fugla eða alifugla) nærri mikilvægum fugla- svæðum. Mikilvægt er einnig að fjar- lægja hræin sem fyrst til að stemma stigu við að fuglar eða dýr sem fara í hræ beri sjúkdóminn víðar. Hægt er að greina P. multocida í frosnum hræjum ef þau hafa verið fryst við ≤ -20°C.44 Þó er ekki ráðlegt að frysta hræin því frysting getur torveldað grein- ingu annarra sjúkdómsvalda. Þurfi að geyma hræin er best að gera það í kæli og koma þeim í hendur sérfræðinga eða dýralækna sem allra fyrst. Fuglakólera er ekki talin hættuleg mönnum en þó er ráð- legt að gæta að almennum smitvörnum, þ.e. snerta ekki veika eða dauða fugla nema með hönskum og nota grímur.7 Sé þess kostur ættu öll sýni eða hræ að ber- ast dýralækni sem hefur hlotið þjálfun og fræðslu um rétta meðferð sýna og hræja. AÐGERÐIR SEM EKKI ER MÆLT MEÐ Ekki er til nein þekkt aðferð við að fjarlægja sjúkdómsvaldinn frá varp- stað og engin meðferðarúrræði eru til fyrir veika fugla. Nokkrum sinnum hafa komið upp hugmyndir um róttækar aðgerðir til þess að hindra frekara smit með því annaðhvort að hefta dreifingu sýktra fugla eða halda heilbrigðum fuglum frá kólerumenguðum svæðum. Sérfræðingar9,43 mæla ekki með slíkum aðgerðum, meðal annars sökum þess að ávinningur er óljós og erfitt að meta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.