Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Útgáva

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 57 og einn fjaðurstafamítill (Prostigmata). Samsvarandi úttekt ytri sníkjudýra er ekki til nema fyrir eina aðra íslenska fuglategund, fálkann (Falco rusticolus).11 Miðað við þekkingu á útbreiðslu slíkra sníkjudýra hjá fuglum almennt12,13 má gera ráð fyrir að allar fuglategundir sem hér búa hýsi samfélög naglúsa og mítla. Þessi sníkjudýr smitast oftast beint milli einstaklinga sömu tegundar, annað- hvort á milli móður og afkvæmis („lóð- rétt“) eða við önnur samskipti skyldra eða óskyldra einstaklinga („lárétt“), en lúsflugur og þar á meðal snípuludda koma líka hér við sögu. Sumar tegundir naglúsa og mítla nota nefnilega lúsfl- ugur við að komast á milli hýsla. Enska orðið um slíka dreifingu er phoresy, hugtak sem við leggjum til að fái heitið ferjun á íslensku, og lúsflugan er þá í hlutverki smitferju (e. vector). Dreifi- máti sníkjudýranna tengist líka hýsil- sérhæfingu þeirra og þar með þróunar- sögu hýsils og sníkjudýrs. Væntanlega eru þau sníkjudýr sem nýta lúsflugur ósérhæfð með tilliti til hýsla, líkt og lús- flugurnar sjálfar, en þau sníkjudýr sem smitast beint milli einstaklinga sömu tegundar eru þá hýsilsérhæfð og þar eiga samskipti hýsils og sníkjudýrs sér langa sögu. Snípuludda er algengt sníkjudýr á rjúpu á Íslandi og við vissum að hún gegndi hlutverki við að ferja mítilinn M. borealis,14 sem er sníkjudýr á rjúpu, en við vissum ekki hvort það sama gilti um dreifingu annarra fiðurmítla eða naglúsa. Sérstaklega höfðum við þó áhuga á að vita hvort tveir af fiðurmítlum rjúpunnar kæmu hér við sögu, það er fiðurmítlarnir Strelkoviacarus holoaspis og Metamicrolichus islandicus, en sá síð- arnefndi er meinvirkur og veldur kláða (sjá mynd 4.2 hjá Stenkewitz14 af kláða- rjúpu). Vitað er að tegundir af bæði Strel- koviacarus- og Metamicrolichus-ætt- kvíslunum nota lúsflugur til dreifingar.15 Þessi spurning tengist áhuga okkar á samsetningu og uppruna sníkjudýra- fánu íslensku rjúpunnar. Ef þessar tvær ofangreindu tegundir nota lúsflugu til dreifingar má gera ráð fyrir að þær séu ósérhæfðar með tilliti til hýsils og því ekki hluti af upprunalegri sníkjudýra- fánu íslensku rjúpunnar. Engar lús- flugur finnast á Grænlandi16 þar sem íslenski rjúpnastofninn á sínar rætur.17 Við söfnuðum snípuluddum af sem flestum tegundum fugla til að svara almennt tveimur meginspurningum: (1) Hver er lífssaga snípuluddu á Íslandi, það er hvenær eru flugur á kreiki, hver eru kynjahlutföll og þungunartíðni? (2) Hver er þáttur snípuluddu við að dreifa ytri sníkjudýrum milli fugla? EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Söfnun lúsflugna Til rannsóknar voru 650 lúsflugur sem safnað var á árunum 1999–2011; 351 flugu var safnað við rannsóknir á heilbrigði rjúpu og 299 flugum söfn- uðu fuglamerkingamenn við sína iðju. Flugum var safnað af sex tegundum vaðfugla (spóa, heiðlóu, stelk, sand- lóu, hrossagauk og jaðrakan), tveimur tegundum spörfugla (maríuerlu og skógarþresti), grágæs, smyrli, fálka, rjúpu og kríu (1. tafla og 1. mynd). Ætlun okkar var ekki að meta smithlutfall fyrir hinar ýmsu tegundir hýsla, heldur að fá lúsflugur sem víðast að og af sem flestum tegundum hýsla, og reyna að Tegund hýsils Host species Fjöldi flugna Number of flies % Grágæs (Anser anser) 1 0,2 Fálki (Falco rusticolus) 16 2,5 Smyrill (Falco columbarius) 6 0,9 Rjúpa (Lagopus muta) 528 81,2 Heiðlóa (Pluvialis apricaria) 43 6,6 Hrossagaukur (Gallinago gallinago) 3 0,5 Jaðrakan (Limosa limosa) 1 0,2 Sandlóa (Charadrius hiaticula) 8 1,2 Spói (Numenius phaeopus) 24 3,7 Stelkur (Tringa totanus) 1 0,2 Kría (Sterna paradisaea) 6 0,9 Maríuerla (Motacilla alba) 3 0,5 Skógarþröstur (Turdus iliacus) 5 0,8 Án hýsils / no host 5 0,8 Samtals / total 650 100 1. tafla. Fjöldi snípuluddna af 13 tegundum fugla á Íslandi á árabilinu 1999–2011. – Number of Ornithomya chloropus collected from 13 bird hosts in Iceland 1999–2011.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar: 1. -2. tölublað (2021)
https://timarit.is/issue/416690

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. -2. tölublað (2021)

Gongd: