Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 60
Náttúrufræðingurinn 60 Mánuðir Months n Smittíðni (%) Prevalence (%) 95% öryggismörk 95% cl Meðalsmitmagn Mean intensities 95% öryggismörk 95% cl Júní – June 9 0,0 Júlí – July 71 2,8 0,5–9,7000 5,5 ... Ágúst – August 158 35,4 28,1–43,300 6,4 5,0–8,00 September – September 55 90,9 80,2–96,300 15,3 13,1–17,9 Október – October 353 13,9 10,6–18,000 12,2 9,7–15,4 2. tafla. Mánaðarleg smittíðni og meðalsmitmagn mítilsins Myialges borealis á 157 af 646 rannsökuðum snípuluddum sem safnað var á Íslandi 1999–2011. – Monthly prevalence of infestation and mean intensities of the mite Myialges borealis parasitizing 157 of 646 Ornithomya chloropus collected and examined in Iceland 1999–2011. Ath./Note: Söfnunardag vantaði fyrir fjórar flugur (þar af eina smitaða). Samkvæmt Fisher’s exact-prófi jókst smittíðni marktækt júlí til ágúst (p < 0,001) og aftur ágúst til september (p < 0,001), en síðan lækkaði hún marktækt september til október (p < 0,001). Samkvæmt Bootstrap t-prófi var enginn munur á meðalsmitmagni í júlí og ágúst (t = -0,188, p = 0,62), meðalsmitmagn jókst marktækt frá ágúst til september (t = -6,083, p < 0,0001) en enginn munur var á smitmagni í september og október (t = -1,589, p = 0,115). – Date was missing for four flies (including one infected). According to results of Fisher’s exact tests prevalence increased significantly from July to August (p < 0.001), and again from August to September (p < 0.001), and then decreased from September to October (p < 0.001). According to results from Bootstrap t-tests there was no difference in mean intensities for July and August (t = -0,188, p = 0,62), it increased significantly from August to September (t = -6,083, p < 0,0001), and did not differ in September and October (t = -1,589, p = 0,115. 6. mynd. Kláðamítillinn Promyialges pari. A. Fullvaxið kvendýr sem safnað var neðan af væng snípuluddu. B. Tugir klakinna eggja, fimm egg með nær full- þroskaðar lirfur og sex nýleg egg P. pari á neðra borði snípuludduvængs. Fullorðna kvendýrið sem sat í miðjunni er horfið. C. Nær fullþroska P. pari-lirfa í eggi. – The mite Promyialges pari. A. Adult P. pari female collected from the lower surface of an O. chloropus wing. B. Dozens of hatched eggs, five eggs with fully developed larvae and six maturing eggs of P. pari in situ on the lower surface of O. chloropus wing. The female formerly located in the centre is missing. C. P. pari egg with an almost fully developed larva. Ljósm./ Photo: Karl Skírnisson. mörk 2,6–5,7%, n = 650). Margir P. pari- mítlar voru horfnir af flugum og klakin egg eða lirfur ein eftir (6. mynd). Með- alsmitmagn miðað við þær 11 flugur þar sem mítlar sátu enn var 1,6 mítill (95% öryggismörk 1,09–3,09). Á hinum flugunum 14 voru engir fullorðnir kvenmítlar en aðeins egg og nokkrar nýklaktar lirfur á tveimur þeirra. Allar þessar smituðu flugur fundust á rjúpum, 5 í ágúst og 20 í október. Microlichus avus Af tegundinni M. avus fundust tvö fullorðin kvendýr (7. mynd). Smittíðni M. avus var 0,3% (95% öryggismörk 0,1–1,1%, n = 650). Í báðum tilvikum fannst einn laus M. avus-mítill, annars vegar innan um M. borealis-mítla á afturbol flugunnar og hins vegar undir væng hennar innan um P. pari. Báðum eintökunum var safnað af rjúpu í ágúst 2011. UMRÆÐA Lúsflugur á Íslandi Við fundum aðeins snípuluddu í okkar rannsókn og er það í samræmi við fyrri rannsóknir á Íslandi.8,9,25 Þrjár aðrar Ornithomya-tegundir eru slæðingar hér, þar á meðal O. avicularia og O. fringillina sem báðar eru útbreiddar í Evrópu.1,7 Það er viðbúið að þessar tvær tegundir berist hingað reglu- lega með flækingsfuglum. Á Bret- landseyjum eru ofangreindar Ornit- homya-tegundir frekar takmarkaðar af búsvæðagerð en tegundum hýsla, og snípuludda er bundin við ber- svæði og lifir hærra í landinu en hinar tegundirnar tvær, sem kjósa þéttan gróður.1 Samfara hlýnun og aukinni útbreiðslu skóga á Íslandi og auknum fjölda skógarfugla er líklegt að þær nemi hér land.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.