Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 65

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 65
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 65 Helgi Hallgrímsson MARGIR munu kannast við að hafa séð græna ullarlaga flóka við strendur vatna og tjarna, í lygnum ám og í fjörupollum við sjóinn. Þessi gróður er almennt kallaður slý. Hann er gerður úr þráðlaga grænþörungum (Chlorophyta). Þar getur verið um margar tegundir að ræða, sem flokkast í mismunandi kvíslir, ættir og bálka. Hér verður kvíslin Ulothrix tekin fyrir. Tegundir hennar eru algengar um allan heim, þar á meðal á Íslandi, og má finna svo að segja í hverju vatni, stöðugu eða streymandi. Þar mynda þær oft umfangsmikið slý, jafnvel þörungabelti. Ulothrix tilheyrir ættinni Ulothrichaceae, bálki Ulothrichales. Mikil umskipun á sér stað í kerfi grænþörunga, og sér ekki fyrir hvern enda fær. Meðal hefðbundinna kvísla Ulothrichaceae, auk Ulothrix, eru Klebsormidium (áður Hormidium), 3 tegundir hér, og Microspora, með 2–3 tegundir. Þær mynda þræði og eru algengar í íslenskum vötnum. Þræðir þeirrar fyrrnefndu hafa ekki fótfrumu og klofna gjarnan í búta af fáeinum frumum, með plötulaga grænubera. Sú síðarnefnda hefur oftast netlaga grænubera, án pírenoíða, og frumur klofna í H-laga parta við myndun sundgróa. Aðrar kvíslir ættarinnar, svo sem Gloeotilia, Fottea og Stichococcus, mynda oftast stakar frumur, og lifa aðallega á jarðvegi sem loftþörungar. Poul Broady lýsti mörgum tegundum þeirra í Glerárdal við Akureyri 1978.1 Ullþræði (Ulothrix) í ferskvatni á Íslandi ungur haft um kvíslina en ullþörungar um ættina, í Þörungatali frá 20074 er kvíslin nefnd ullþráðungur og ullþræði. Það fyrrnefnda notar Gunnar Steinn Jónsson í kafla sínum í Þingvallavatns- bókinni frá 2002.5 Í athugasemdum við Þörungatalið stakk Sigurður Jóns- son þörungafræðingur upp á nafninu grænhæra. Hér er úr vöndu að ráða. Vatnssilki eða vatnasilki setti höfundur 1979 á ættina Zygnemataceae, sem til- heyrir okþörungum (Zygnematales). Þar eiga þessi nöfn betur við, því að þræðir þeirra eru sleipir og svipaðir og silki viðkomu. Heitin vatnahár og græn- hæra eiga bæði vel við Ulothrix en gefa ekki til kynna neina sérstöðu gagnvart öðrum þráðlaga grænþörungum. Auk þess er hæra (Luzula) vel þekkt blóm- jurt. Því hef ég afráðið að nota hér heitið ullþræði (hvorugkynsorð, ef. -þræðis) um kvíslina. LÝSING KVÍSLAR Tegundir ullþræðis mynda mislanga, græna eða gulgræna, ógreinda þræði sem vaxa á föstum botni stöðu- eða straumvatna, vanalega á steinum í grunnu vatni við bakka. Þræðirnir eru 15–70 µm á breidd, einföld röð af frumum sem eru eins að lögun, sívalar eða dálítið tunnulaga, oftast álíka á lengd og breidd, nema fótfruman, sem festir þráðinn við botn. Hún er aflöng og stundum rótlaga. Frumuveggir eru mis- þykkir, stundum lagskiptir og hrjúfir að utan, úr blöndu af pektíni og sellulósa. Í hverri frumu er einn grænuberi, borða- eða gjarðlaga, oft flipóttur, og jaðrar við frumuvegg, oftast meira en í hálfhring, með einn eða fleiri pírenoíða (forða- korn). Einfrumustig er þekkt hjá sumum tegundum og nefnist Codiolum-stig. Kynlaus æxlun fer fram með þráðabrotum og þykkveggja gróum (akinetum) sem þola þurrk og kulda, einnig með sundfrumum (bifgróum) sem hafa fjórar svipur. Kynæxlun á sér stað með smærri tvísvipa sundfrumum. Báðar gerðir geta orðið til í sama þræði og fer myndun þeirra eftir aðstæðum. Þær síðarnefndu geta parast og myndað okfrumu, sem oft umlykst hýði og er því NAFNGIFTIR Kvíslarnafnið Ulothrix þýðir ull-hár og er dregið af grísku orðunum oulos = þykkur, krullaður, og thrix = hár, þráður. Nafngjafinn er þýski þörungafræðingur- inn Friedrich T. Kützing, 1833. Eldri nöfn sem búið er að leggja niður eru Conferva og Hormiscia. Kvíslin hefur varla fengið fast heiti á íslensku. Elsta nafnið er líklega vatnssilki, sem Oddur Hjaltalín notar í grasafræðibók sinni frá 1830 um kvíslina Conferva.2 Til hennar töldust þá ýmsir þráðlaga þör- ungar, lítið skyldir. Í greinum mínum um vatnalíf hef ég nefnt kvíslina vatnahár; í bókinni Veröldin í vatninu (1979/1990)3 er lækjaull og ullþráð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.