Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 66

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 66
Náttúrufræðingurinn 66 nokkuð varanleg. Hún er hið tvílitna stig þörungsins, en kjarni hennar skipt- ist í meiósu þegar hún spírar svo að þræðirnir eru einlitna. Ullþræði vex aðallega á vorin og fyrri part sumars og myndar þá víða iðjagrænt belti meðfram bökkum og fjörum vatna og sjávar. Það hverfur oft síðsumars. TEGUNDIR Tegundaskipting ullþræðis hefur reynst vandkvæðum bundin og er naumast orðin endanleg. Aðgreining tegunda hefur frá upphafi byggst mest á breidd þráða og hlutfalli lengdar og breiddar frumna, svo og á lögun grænuberans, sem eru nokkuð breytileg einkenni. Því hafa orðið til mörg samnefni í tímans rás. Í vatnaþörungaflóru Bretlands frá 20026 eru aðeins viðurkenndar fimm tegundir í ferskvatni, og er þeim þannig lýst í stuttu máli: Ulothrix aequalis Kütz. Þræðir langir, oftast botnfastir; frumur 12–22 µm á breidd, 26–30 µm á lengd, sívalar, veggir stundum lagskiptir; grænuberi nær meira en hálfhring í frumu, með einn eða marga pírenoíða. Vex í straum- og stöðuvötnum. Afbrigðið var. cataeni- formis (Kütz.) Rabenh. hefur dálítið tunnulaga frumur. Ulothrix moniliformis Kütz. Frumur oftast tunnu- eða perlulaga, 10–15 µm á breidd, álíka langar eða styttri, með þykka og lagskipta veggi, grænuberi í öðrum enda frumu, pyrenoíðar 1–2. Oftast laus frá botni. Vex í smátjörnum og pollum, vanalega blönduð öðrum þörungum. Ulothrix tenerrima Kütz (sam- nefni: U. variabilis Kütz., U. subtilis var. tenerrima (Kütz.) Kirchner). Myndar vanalega skærgræna og dálítið slím- kennda flóka, frumur oftast 5–10 µm á breidd og 0,5–1,5 sinnum lengri, þunn- veggja; grænuberi disklaga, nær aðeins um hálfhring frumu, oftast með einn pírenoíða. Annars breytileg tegund sem gengur undir ýmsum nöfnum. Vex í tjörnum, síkjum og skurðum, stundum á blautum jarðvegi. (Algengasta tegundin í Bretlandi). Ulothrix tenuissima Kütz (samnefni: U. tenuis Kütz.). Þræðir dökkgrænir; frumur 15–17 (22) µm á breidd og fjórð- ungi til helmingi styttri, stundum lengri í ungum þráðum, þunnveggja; grænu- beri borðalaga og fyllir frumu, með tvo eða fleiri pírenoíða. Aðallega í straum- vatni og myndar oft margra cm langar, dökkgrænar tægjur. Oft vandgreind frá U. zonata. Ulothrix zonata (Web. & Mohr.) Kütz. Þræðir dökkgrænir til gulgrænir, mjög breytilegir að lögun, losna oft og fljóta upp. Frumur 15–70 µm á breidd, vanalega þriðjungur eða álíka að lengd (mjög sjaldan tvisvar til þrisvar sinnum lengri), sívalar eða eilítið tunnulaga, veggir þykkna og verða lagskiptir með aldri; grænuberi misbreiður, nær hringinn um miðbik frumu, með einn til marga pírenoíða. Myndar gjarnan sund- gró stuttu eftir söfnun. Vex í straum- vatni, jafnvel í straumhörðum lækjum og ám, einkum vor og haust. Algeng hér. Ulothrix variabilis Kütz. hefur oft verið talin sjálfstæð tegund, en er í bresku bókinni samnefnd U. tenerrima. Í Norður-Ameríku eru sömu tegundir skráðar í ferskvatni en auk þess Ulothrix cylindrica Prescott, U. oscillarina Kütz. og U. subconstricta G.S. West.7 Í sjávarfjörum, leirum og lónum við sjó á Íslandi og í Noregi eru taldar vaxa 4–5 tegundir af Ulothrix, þar er U. flacca (Dillw.) Thur. algengust. Um þær verður ekki fjallað nánar hér.8–9 Í umfjöllun um Ulothrix á Wikipedia eru skráðar sömu 5 tegundir í ferskvatni og í bresku flór- unni og 3 tegundir í sjó.10 HEIMILDIR FRÁ ÍSLANDI Eitthvað af „vatnssilki“ (Conferva) í bók Odds Hjaltalíns frá 1830 getur átt við Ulothrix-tegundir, til dæmis „grænt vatnssilki“ (C. æruginosa), en ekki verður skorið úr um það. Elstu bitastæðu heimildir um Ulo- thrix í vötnum á Íslandi er að finna í þör- ungalistum Frakkanna Hariots (1893)11 og Bellocs (1894).12 Þá unnu þeir upp úr sýnum sem landar þeirra söfnuðu 1890, aðallega á Vestfjörðum. Báðir skrá þeir Ulothrix moniliformis (sem Hormiscia moniliformis (Kütz.) Rab.), U. tenuissima (sem U. tenuis Kütz. og Hormiscia tenuis Kütz.) og U. zonata. Hariot skráir auk þess U. tenerrima (sem Hormiscia sub- tilis (Kütz.) De Toni var. tenerrima Kütz.). Í þessum listum eru aðeins fræði- nöfnin, en ekki getið söfnunarstaða. Næsta heimild um ullþræði er í grein Sigurðar Péturssonar um íslenska vatnaþörunga 1948.13 Hann fann þessa kvísl í mörgum ám og lækjum, en greindi aðeins U. zonata. Þar segir svo: Ulothrix. Þetta er sú ættkvísl græn- þörunga, sem menn rekast hér oftast á í ám og lækjum. Tegundirnar virð- ast vera fleiri en ein, því að breidd þráðanna og hlutfallið milli lengdar og breiddar frumnanna er dálítið misjafnt. Mest hefur þó borið á Ulothrix zonata. Ulothrix finnst hér víða þar sem mikill straumur er. Myndar þörungurinn þá lágvaxnar breiður á grjótinu í botn- inum, fljótt á litið eins og lágvaxið gras. Við Gullfoss fannst t. d. hreinn gróður af Ulothrix á klöppunum ofan við fossbrúnina. Var það í lok júlí. Straumurinn var þarna mjög mikill. Talið er annars, að í jökulvötnum sé yfirleitt mjög lítill þörungagróður, og er þetta eini staðurinn, þar sem ég hef fundið verulegt magn af slíkum gróðri Ulothrix zonata. A. Venjulegt vaxtarform. B. Myndun sundfrumna. C. Sundfruma með svipum. Úr: Smith: The fresh-water algae of the United States.7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.