Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 68
Náttúrufræðingurinn
68
Ulothrix-tegundir eru algengir þör-
ungar í Laxá. Mest er af stórgerðri
tegund með allt að 65 µm digrum
þráðum og þykkum frumuveggjum, sem
ég kallaði U. zonata, en auk þess komu
oft fyrir fíngerðari tegundir sem líklega
tilheyra U. tenuis Kütz. og ef til vill fleiri
tegundum.17
Í Mývatni voru algengustu þráð-
þörungar á hraungrýti við strendur
Cladophora, Ulothrix og Tetraspora
(lækjagörn), einnig voru Spirogyra-
tegundir algengar í lygnum víkum.
Ullþræði er þar ekki eins áberandi
og í Laxá.
Norðurland: Árin 1971–1973 safnaði
ég sýnum úr mörgum tjörnum, vötnum
og ám á Norðurlandi. Yfirleitt voru þetta
svifsýni í vötnum og reksýni í ám. Í þau
lenda sjaldan botnfastir þörungar, nema
þeir séu í miklu magni. Ulothrix var
greindur í 17 ám og 9 vötnum og lónum í
öllum sýslum landshlutans. Að minnsta
kosti tvær tegundir sáust, en U. zonata
var algengust. Hér kemur skrá yfir
söfnunarstaðina:
Húnaþing: Hrútafjarðará (U. zonata),
Víðidalsá, Fitjaá, Laxá í Ásum (U. zonata).
Skagafjörður: Fossá á Skaga, Vatns-
hlíðarvatn (mikið), Hófsvatn í Fljótum
(útrennsli).
Eyjafjörður: Eyjafjarðará (3 reksýni,
allmikið), Glerá (2 sýni), Hörgá (5 sýni),
Reistará, Götulækur (mikið slý í botni),
Þorvaldsá, Hamarsá (3 sýni), Svarfaðar-
dalsá (3 sýni).
S.-Þing.: Fnjóská (2 sýni), Ljósa-
vatn, Djúpá (úr Ljósavatni), Langavatn
(Reykjahverfi), Svartárvatn, Reykja-
dalsá (2 tegundir, 12–14 µm og 30–35 µm
á breidd, mikið), Arnarvatn, Mývatns-
sveit (U. zonata?, mikið).
N.-Þing.: Lónslón, Byrgistjörn, Vest-
urdalslækur, Hólmaá, Presthólalón.
Lagarfljót: Ég kynntist ullþræði á
æskuárum á Droplaugarstöðum þegar
ég skoðaði slý af strönd Lagarfljóts,
24. júlí 1954. Í dagbók hef ég skrifað
að það þekti steina frá 15–20 cm dýpi
að fjöruborði. Þvermál þráða var um
16 µm. Ég þóttist jafnvel sjá sundgró í
einum þræði.
Ullþræðisbeltið í Lagarfljóti birtist
oft snemma sumars, jafnvel um miðjan
maí, 2–3 vikum eftir ísabrot, og er
jafnan mest áberandi í júní. Það er iðja-
grænt í vatnsborðinu. Hinn 17. maí 2002
skoðaði ég grjótströnd við fljótið hjá
Egilsstöðum og tók þá nokkrar myndir
af beltinu, sem voru birtar í bókinni
Lagarfljót frá 2005.18 Sýni var tekið til
smásjárskoðunar; reyndist það vera
Ulothrix-tegundir með mismunandi
frumugerð. Mest var líklega af U. tenu-
issima; þræðir 16–24 µm á breidd, með
frumur um helmingi lengri en breiðar,
og beltislaga grænubera í miðju. Einnig
voru þarna þræðir 25–35 µm á breidd og
frumur 8,5–9,5 µm á lengd, sem ég taldi
vera U. zonata, og loks þræðir 8–9,5 µm
á breidd með frumur álíka að breidd og
lengd. Um sama leyti var skoðað slý af
steinum í vatnsborði fljótsins hjá Set-
bergi, Fellum, og virtist það allt vera U.
zonata. Sumir þræðir höfðu tunnulaga
frumur með sundgróum.
Grænþörungabeltið þornar upp þegar
lækkar í fljótinu á sumrin. Þá leggjast
Ulothrix sp. í Selfljóti, Héraði, 31. júlí 2002. Ljósm. höf.