Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 74

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 74
Náttúrufræðingurinn 74 Náttúrufræðingurinn 91 (1–2) bls. 74–80, 2021 Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir starfs- árið 2020 – flutt á rafrænum aðalfundi 25. febrúar 2021 Aðalfundur HÍN fyrir starfsárið 2019 var haldinn í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 24. febrúar 2020, að loknu erindi Þóru Bjargar Andrésdóttur um hugsanleg gos á Reykjanesskaga. SKIPUN STJÓRNAR Á aðalfundinum rann út kjörtímabil þriggja stjórnarmanna auk formanns. Það voru þau Snæbjörn Guðmundsson gjald- keri, Jóhann Þórsson félagsvörður og Margrét Hugadóttir rit- ari. Auk þess óskaði Sveinbjörg Hlíf Gunnarsdóttir fræðslu- stjóri eftir því að láta af stjórnarsetu eftir þrjú ár. Það er full ástæða til að þakka öllum ofangreindum fyrir störf þeirra og framlag til félagsins. Kosningar til stjórnar fóru þannig: Ester Rut Unnsteins- dóttir var endurkjörin formaður og Snæbjörn Guðmundsson gjaldkeri. Til viðbótar voru kosnir þrír nýir stjórnarmenn: Helena Westhöfer Óladóttir, Anna Heiða Ólafsdóttir og Gróa Valgerður Ingimundardóttir. Gróa var kosin til eins árs í stað Sveinbjargar Hlífar og látið reyna á hvernig það gengi þar sem hún er búsett erlendis. Í stuttu máli hefur það gengið býsna vel og engin ástæða til að útiloka fólk frá stjórnarsetu þótt það sé búsett annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Helena er umhverfisfræðingur og kennari að mennt. Hún hefur starfað á vettvangi umhverfismála frá því hún lauk meistaraprófi við Háskóla Íslands 2005. Hún vann að innleiðingu sjálfbærni í leik- og grunnskólum Reykjavíkur- borgar, hefur starfað að umhverfis- og gæðastjórnun ásamt ráðgjöf um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Helena hefur kennt við Menntavísindasvið HÍ síðan 2016 og starfar nú hjá Lyfjastofnun. Anna er fiskifræðingur á uppsjávarsviði Haf- rannsóknastofnunar. Hún lærði fiskifræði við Memorial- háskólann á Nýfundnalandi í Kanada, og lauk þaðan bæði meistara- og doktorsprófi. Frá Kanada lá leið hennar til Fær- eyja þar sem hún vann á færeysku hafrannsóknastofnuninni í nokkur ár áður en hún fluttist aftur til Íslands. Gróa Val- gerður hefur meistarapróf í grasafræði frá HÍ og er í dokt- orsnámi í flokkunarfræði plantna við Lundarháskóla í Sví- þjóð. Áður en hún flutti til Svíþjóðar 2011 vann hún hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands og þar áður hjá Líffræðistofnun Háskóla Íslands. Aðrir stjórnarmenn á síðastliðnu starfsári voru þær Bryndís Marteinsdóttir meðstjórnandi og Hrefna Sigurjónsdóttir varaformaður. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Steinþór Níels- son og Sveinbjörn Egill Björnsson. Nýjum og fyrri stjórnarmönnum er þakkað kærlega fyrir þeirra ómetanlega framlag til félagsins. Það er ekki sjálfsagt að fólk gefi tíma sinn til slíkra starfa án þess að krefjast neins í staðinn. STJÓRNARFUNDIR Á fyrsta stjórnarfundi starfsársins skipti stjórnin með sér verkum og var þannig skipuð á starfsárinu 2020: Ester Rut formaður, Hrefna varaformaður, Gróa Valgerður ritari, Snæ- björn gjaldkeri, Helena fræðslustjóri, Anna Heiða félags- vörður og Bryndís meðstjórnandi. Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn haldið tíu hefðbundna stjórnarfundi auk sex aukafunda vegna sérstakra mála. Kór- ónuveirufaraldurinn skall á rétt eftir aðalfund 2020 og hafa fundirnir síðan alfarið verið haldnir með fjarfundarbúnaði. Núverandi stjórn hefur því aldrei komið öll saman í raun- heimum. Kemur það ekki að sök og voru samskiptamiðlar þess í stað notaðir til hins ýtrasta. Hluti stjórnar fór og heimsótti Hilmar J. Malmquist í framtíðarhúsakynnum Náttúruminjasafnsins á Seltjarnarnesi í desember og var útvarpsþættinum Samfélagið í nærmynd útvarpað þaðan. Spjallað var við Hilmar um áform um upp- byggingu safnsins á þessum stað og við Ester Rut um félagið og baráttu þess fyrir Náttúruminjasafni. Að lokum var rætt við Helenu um hið nýja hlaðvarp, „Hinir íslensku náttúru- fræðingar“. Nánar verður fjallað um hlaðvarpið og Náttúru- minjasafnið hér á eftir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.