Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 75

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 75 ÁLYKTANIR OG UMSAGNIR Stjórn sendi eftirfarandi umsagnir til Alþingis og stjórnvalda vegna málefna sem tengjast náttúrufræðum á liðnu starfsári: Í nóvember var send inn umsögn í samráðsgátt stjórn- valda vegna tillögu um breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla. Þar var því fagnað að náttúrufræðigreinar fengju aukið vægi en jafnframt ítrekað mikilvægi sí- og endurmenntunar kennara í faginu. HÍN benti á mikilvægi tímaritsins Náttúrufræðingsins annars vegar og Náttúru- minjasafnsins hins vegar í þessu samhengi. Í febrúar voru sendar tvær umsagnir vegna lagafrumvarpa sem eru til umfjöllunar á Alþingi: Hálendisþjóðgarður. Frumvarpinu var fagnað og hvatt til þess að nýta það sem gott hefur reynst en læra af því sem verr hefur gengið, svo sem í Vatnajökulsþjóðgarði. Endurskoðun laga um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Frumvarpinu fagnað en því mót- mælt að lögin ættu ekki að ná til sela og hvala. Jafnframt var hvatt til þess að fara í meira mæli eftir tilmælum starfs- hóps um endurskoðun laganna sem skilaði skýrslu árið 2013, en lagafrumvarpið er sagt byggjast á henni. Auk þess birtist í nóvember grein eftir stjórnarmenn í Frétta- blaðinu um Náttúruhús á Seltjarnarnesi, sjá nánar síðar. FULLTRÚAR Í NEFNDUM OG RÁÐUM Hrefna Sigurjónsdóttir var valin fulltrúi í nefnd umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til að velja það fyrirtæki sem fékk Kuðunginn árið 2020. Hún var einnig valin í þriggja manna tengihóp frjálsra félagasamtaka um náttúruvernd við ráðu- neytið, sem miðlar upplýsingum til félaganna frá ráðuneytinu og sér um að finna fulltrúa í nefndir og ráð. Í hópnum eru auk Hrefnu Sævar Þór Halldórsson og Brynhildur Bergþórsdóttir og hafa þau þegar tilnefnt í nokkrar nefndir og ráð sem kosið er um meðal aðildarfélaganna. Nýverið var Ester Rut Unn- steinsdóttir tilnefnd í Kuðungsnefndina fyrir árið 2021, ásamt Auði Önnu Magnúsdóttur hjá Landvernd. STYRKIR Félagið veitti Íslenska vistfræðifélaginu 200 þúsund kr. styrk til að mæta kostnaði við að halda Vistfræðiráðstefnuna OIKOS í mars 2020. Merki félagsins blasti við á kynningarglæru sem birt var á stórum skjá í öllum fyrirlestrarsölum ráðstefnunnar. Nokkur bókaverðlaun voru veitt stúdentum sem skil- uðu framúrskarandi árangri í náttúrufræði. Jafnframt voru nemendafélögum í náttúrufræðigreinum í Háskóla Íslands veittir styrkir. Félagið hlaut styrk frá jarðfræðifélaginu Hamrinum, sem var lagt niður á árinu, að upphæð 250,000. kr. FÉLAGSMENN Fjöldi félagsmanna var 1.062 í árslok 2020, þar af 7 heiðurs- félagar, 3 ævifélagar, 1 kjörfélagi, 24 nemar og 94 fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Félagsmönnum fækkaði um 89 frá fyrra ári þar sem nýir félagar voru 40 en 129 hættu. Félagið er að okkar mati alltof fáliðað og er markmið stjórnar að auka fjölda félagsmanna, laða fleira fólk að félaginu og fá það til inngöngu. Leiðin til þess virðist auðveld, einfaldlega að fylla út í formið á heimasíðunni og þá er málið leyst: https://hin.is/gerast-felagi/. Við stefnum áfram ótrauð að því markmiði að fjölga félögum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.