Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 77

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 77
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 77 Ritrýnd grein / Peer reviewed Þess í stað hófst Helena fræðslustjóri handa við að útbúa hlaðvarp Hins íslenska náttúrufræðifélags. Helena fékk til liðs við sig Hafdísi Hönnu Ægisdóttur, fyrrverandi varafor- mann félagsins. Afraksturinn leit dagsins ljós í byrjun desem- ber 2020 þegar fyrsti hlaðvarpsþátturinn fór í loftið. Í hlað- varpinu „Hinir íslensku náttúrufræðingar“ hitta þær stöllur íslenska náttúrufræðinga og spjalla við þá um rannsóknir þeirra og störf, heima og erlendis, ástríðu þeirra fyrir nátt- úru og ævintýri sem þeir hafa ratað í. Þrjár þáttaraðir eru nú aðgengilegar á öllum helstu hlaðvarpsveitum, fjórir þættir í hverri seríu. Hafa Helena og Hafdís rætt við Þóru Ellen Þór- hallsdóttur grasafræðing, Þráin Friðriksson jarðefnafræðing, Bryndísi Brandsdóttur jarðeðlisfræðing, Snorra Sigurðsson líffræðing, Ólaf Ingólfsson jarðfræðing, Rannveigu Guichar- naud jarðvegsfræðing, Kristin Hauk Skarphéðinsson fugla- fræðing, Ernu Sif Arnardóttur líffræðing, Jón Björnsson þjóðgarðsvörð og Þórunni Wolfram Pétursdóttur umhverfis- fræðing. Fleiri þættir eru væntanlegir. Þættina má nálgast á heimasíðu félagsins (slóð: https://hin.is/2020/12/04/nytt- hladvarp-hin/) og á Spotify. Stjórn er ánægð með framtakið hjá þeim stöllum og okkur sýnist einnig mikil ánægja meðal félagsmanna og annarra áhugamanna um íslenska náttúrufræðinga. Samtölin eru af léttara taginu og viðmælendur hafa frá mörgu áhugaverðu að segja. Enn á eftir að birta nokkra þætti sem eru tilbúnir, en ljóst er að áhugi er fyrir því að halda þessu áfram. Hlað- vörp eru ákaflega vinsæll miðill og gefa mikla möguleika. Félagar sem hafa áhuga á að taka þátt í vinnu við gerð hlað- varps eru beðnir að hafa samband við fræðslustjóra í net- fangið kynning@hin.is. Þeir sem starfa að slíkum verkefnum fyrir félagið fá niðurfelld félagsgjöld en annarrar umb- unar er ekki að vænta, nema reynslunnar sem hlýtur alltaf að vera dýrmæt. VEFUR FÉLAGSINS Á vordögum fór Gróa Valgerður yfir efni vefsetursins og veitti því andlitslyftingu. Gróa er mörgum kunn fyrir fallegar ljós- myndir sínar af gróðri landsins, og nú prýða nokkrar þeirra vef félagsins. Þótt vefurinn sé tiltölulega einfaldur og skýr er ljóst að mikill tími fer í að sinna honum auk þess að halda úti virkni á samfélagsmiðlum svo vel sé. Stjórn hefur rætt að rétt sé að koma á sérstakri nefnd sem sér um miðlunarmálin. Fyrsta skrefið í átt að þeirri hugmynd okkar er að fá félags- mann utan stjórnar til að sinna vefstjórn fyrir félagið. Vefstjóri myndi sjá um að viðhalda vefsetri HÍN og halda því lifandi. Allar meiriháttar breytingar þyrfti að bera undir stjórn sem auk þess útvegar vefstjóra efni til birtingar. Lagt er upp úr að vefurinn sé aðgengilegur, aðlaðandi og auðveldur í viðhaldi. Áhugasamir mega hafa samband í netfangið vefstjori@hin.is og fá frekari upplýsingar. ÚTGÁFA Náttúrufræðingurinn er félagsrit Hins íslenska náttúrufræði- félags. Í febrúar 2014 gerðu félagið og Náttúruminjasafn Íslands með sér samning um ritstjórn og útgáfu Náttúru- fræðingsins. Frá og með 1. tölublaði 84. árgangs er Náttúru- fræðingurinn gefinn út í nafni félagsins og safnsins. Félagið greiðir helmingshlut í kostnaði við útgáfu og dreifingu tímaritsins. Álfheiður Ingadóttir ritstjóri tímaritsins er jafn- framt starfsmaður Náttúruminjasafnsins og hefur aðstöðu á skrifstofu þess, sem var flutt á Suðurlandsbraut 24 snemma á síðasta ári. Tímaritið átti stórafmæli á árinu og var einkar viðeig- andi að af því tilefni kom út glæsilegt 140 blaðsíðna sérhefti um Þingvallavatn. Heftið var gefið út til heiðurs dr. Pétri M. Jónassyni, sem varð hundrað ára gamall hinn 18. júní, en hann lést 1. október. Pétur var heiðursfélagi Hins íslenska Afmælisárgangur Náttúrufræðingsins á árinu 2020 taldi 308 síður. Hér má sjá forsíðurnar þrjár, þemahefti um Þingvallavatn prýðir ljósmynd af Flosagjá sem opnast suður í Þingvallavatn við Leirur, á forsíðu 2.–3. heftis er heiðlóuungi og mosinn melagambri í lófa manns og á forsíðu 4.–5. heftis er jöklasóley, Ranunculus glacialis, í 650 m hæð í Bræðraskeri í Breiðamerkurjökli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.