Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 78
Náttúrufræðingurinn
78
náttúrufræðifélags og reyndist félaginu traustur bakhjarl.
Þingvallavatn og rannsóknir á því voru þema heftisins sem
kom út að hans frumkvæði. Pétur hóf viðamiklar vistfræði-
rannsóknir á vatninu með 59 vísindamönnum frá mörgum
löndum á árunum 1974 til 1992, þegar aðrir, margir hverjir
nemendur og samstarfsmenn Péturs, tóku við. Heftið var
lengi í undirbúningi og komu margir höfundar við sögu en
að auki var þörf á aðstoð við ritstjórn. Styrkir til útgáfunnar
fengust frá ýmsum aðilum en þess ber að geta að Pétur var í
forsvari fyrir Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn sem
veitti félaginu myndarlegan styrk, að upphæð tvær milljónir
króna, til útgáfunnar.
Auk sérheftisins komu á árinu út tvö tvöföld hefti af
Náttúrufræðingnum, full af áhugaverðu efni og prýdd
glæsilegum myndum. 90. árgangur tímaritsins er þá: 1.
hefti (um Þingvallavatn), 2.–3. hefti og 4.–5. hefti, samtals
308 blaðsíður.
Í tilefni 90 ára afmælis útgáfunnar var ákveðið að tímaritið
eignaðist sitt eigið vefsetur þar sem efni verður birt jafnframt
prentútgáfunni. Styrkur fékkst frá umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytinu til verkefnisins en talsverðan tíma hefur tekið að
vinna að mótun vefjarins, sem nú er í vinnslu og verður tekinn
í notkun á þessu ári.
Í framtíðinni er áætlað að allt efni verði birt með opnum
aðgangi á vefnum en eftir er að leysa fjármögnun og opinn
aðgang greina. Sjá nánar að neðan.
RITSTJÓRNARSTEFNA
Stjórn endurskoðaði ritstjórnarstefnu Náttúrufræðingsins og
hafa eftirfarandi drög verið kynnt forstöðumanni Náttúru-
minjasafns Íslands og ritstjórn til umsagnar.
Tilgangur og markmið eru í samræmi við það sem áður
hefur verið og hljóðar sá kafli svo:
„… að glæða áhuga fólks á náttúrufræðum og náttúru
Íslands, auka náttúrulæsi og miðla nýrri þekkingu á náttúru
Íslands í riti og á heimasíðu með fjölbreyttu móti. Ritið er
ætlað félögum Hins íslenska náttúrufræðifélags og áhuga-
fólki um umhverfismál, náttúrufræði og vísindi á öllum
aldri. Í ritinu eru greinar almenns eðlis, ritrýndar greinar
sem skrifaðar eru á þann hátt að þær höfði til hins almenna
lesanda og annað efni um íslenska náttúru. Efni er miðlað
bæði í tímariti Náttúrufræðingsins og á vef tímaritsins sem
er öllum opinn. Unnið er að því að opna aðgang fyrir alla að
greinum og efni Náttúrufræðingsins. Auk efnis sem birtist í
tímaritinu heldur Náttúrufræðingurinn úti heimasíðu sem
miðlar ítarefni, efni úr ritinu auk annars efnis sem fellur að
tilgangi Náttúrufræðingsins. / Öllum er heimilt að skrifa í
Náttúrufræðinginn en efnið skal vera á íslensku og falla í
einn af tíu efnisflokkum. Ritstjórn Náttúrufræðingsins fer
yfir efnið og ákveður hvað á að birta. Auk þessa semur rit-
stjórnin við ákveðna aðila um að vera fastir pennar bæði í
óritrýnt prentefni og á heimasíðu.“
Nauðsynlegt þótti að brýna stefnuna svo ritstjórn hefði gott
viðmið til að mæta nýjum birtingarformum, svo sem vefsetri
tímaritsins. Þá var ákveðið að stefna að því að opna aðgang
að öllum greinum í stað þriggja ára biðar eins og nú er. Á vef-
setrinu verður hægt að miðla aukaefni og ítarefni auk annars
efnis sem fellur að tilgangi og stefnu Náttúrufræðingsins.
Fjallað er sérstaklega um efnisflokka og þær kröfur sem þarf
að uppfylla fyrir hvern flokk. Jafnframt er lögð aukin áhersla
á efni sem höfðað gæti til yngri lesenda.
Helsta verkefni stjórnar til að ná þessum markmiðum er
fjármögnun útgáfunnar og verður fjárhagslegt öryggi félags-
ins að ráða því hvenær hægt verður að opna fyrir aðgang
efnis að fullu.
Á aðalfundi HÍN, 25. febrúar 2020, hélt Þóra Björg Andrésdóttir jarðfræðingur erindi sem nefndist: Ef gýs á Reykjanesskaga, hvar eru líklegustu upptaka-
svæðin? – Ekki grunaði menn þá hversu stutt var raunverulega í að jörðin opnaðist á svæðinu en gos hófst einmitt á þessum slóðum þann 19. apríl 2021.
Myndin er tekin með flygildi yfir Geldingadölum daginn eftir að gosið hófst. Myndina tók Birgir V. Óskarsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun.