Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 87

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 87
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 87 1. Jakob Jakobsson 2016. Jakob Jakobsson frá Strönd, Norðfirði. Bernsku- og æskuminningar, ásamt minningum föður hans Jakobs Jakobssonar frá Illuga- stöðum á Vatnsnesi. Margrét E. Jónsdóttir & Jóhanna Gunnbjörnsdóttir skrá- settu. Jakob Jakobsson, Reykjavík. 146 bls. 2. Jakob Jakobsson 1958. A study of the plankton-herring relationship off the SW-coast of Iceland. Rit Fiskideildar 2(5). 3−27. 3. Jakob Jakobsson 1970. On fish tags and tagging. Oceanography and Marine Biology: An Annual Review 8. 457–499. 4. Helgi Mar Árnason 1998, 5. ágúst. Jakob Jakobsson lætur af störfum forstjóra Hafrannsóknastofnunar: Kominn á byrjunarreit. Morgunblaðið, bls. B3. 5. Jakob Jakobsson & Ólafur S. Ástþórsson 2012. Aðdragandi og smíði íslenskra hafrannsóknaskipa. [Önnur grein af þremur]. Ægir 105(2). 16–20. 6. Rozwadowski, H.R. 2002. The sea knows no boundaries: A century of marine science under ICES. ICES, Kaupmannahöfn, og University of Seattle Press, Seattle og London. 410 bls. 7. Jakob Jakobsson, Ólafur S. Ástþórsson, Beverton, R.H.J, Björn Björnsson, Daan, N., Frank, K.T., Meinke, J., Rothschild, B., Sundby, S. & Tilseth, T. (ritstj.) 1994. Cod and climate change. Proceedings of a symposium held in Reykjavik, 23–27 August 1993. ICES Marine Science Symposia 193. ICES, Copenhagen. 693 bls. Tilvitnun bls. 690–691. 8. Rannsóknaráð ríkisins 1976. Þróun sjávarútvegs: Yfirlit yfir stöðu íslensks sjávarútvegs og fiskiðnaðar og spá um þróun fram til 1980. Rannsóknaráð ríkisins, Reykjavík. 155 bls. HEIMILDIR 9. Hafrannsóknastofnun 1975. Ástand fiskistofna og annarra dýrategunda á Íslandsmiðum og nauðsyn friðunar innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi. Haf- rannsóknastofnun, Reykjavík. 13 bls. 10. Jakob Jakobsson. 1979. Um forsendur „Svörtu skýrslunnar“. Ægir 72(12). 708–715. 11. Jakob Jakobsson & Östvedt, O.J. 1999. A review of joint investigations on the distribution of herring in the Norwegian and Iceland Seas 1950–1970. Rit Fiskideildar 16. 209–238. 12. Toresen, R. & Jakob Jakobsson. 2002. Exploitation and management of Norwe- gian spring-spawning herring in the 20th century. ICES Marine Science Sym- posia 215. 558-571. 13. Jakob Jakobsson & Ólafur S. Ástþórsson. 2012. Aðdragandi og smíði íslenskra hafrannsóknaskipa. [Fyrsta grein af þremur]. Ægir 105(1). 28–31. 14. Jakob Jakobsson & Ólafur S. Ástþórsson. 2012. Aðdragandi og smíði íslenskra hafrannsóknaskipa. [Þriðja grein af þremur]. Ægir 105(3). 26–32. 15. Morgunblaðið 1994, 1. nóvember. Prófessorsembætti í fiskifræði: Fyrirhugað að breyta kennslu í fiskifræðum. Bls. 8. 16. Morgunblaðið 1995, 23. maí. Hlaut svissnesk vísindaverðlaun: Sigur málstaða- rins um hóflega nýtingu sjávarauðlinda. Bls. 8. 17. Morgunblaðið 1997, 1. nóvember. Útvegsmenn heiðra Jakob Jakobsson. Bls. 33. 18. Auðlindin 2019, 4. júní. Norðfirðingar stoltir af Jakobi. Á vefsetri Auðlindarinnar. Slóð (skoðað 15.2. 2021): https://audlindin.is/nordfirdingar-stoltir-af-jakobi/ langt árabil barist fyrir skynsamlegri og ábyrgri nýtingu fiski- stofna á Íslandsmiðum. Málflutningur Jakobs hefur ávallt byggst á yfirburða þekkingu hans á fiskifræði og nýtur hann mikillar virðingar sem leiðtogi meðal vísindamanna“.17 Sama ár hlaut Jakob viðurkenningu Verðlaunasjóðs Ásu Guð- mundsdóttur Wright fyrir leiðandi starf á sviði fiskifræði. Loks má nefna að á sjómannadaginn 2013 heiðruðu Norð- firðingar Jakob fyrir störf sín í þágu hafrannsókna á Íslandi.18 Kynni okkar Jakobs hófust þegar ég var sumarstarfsmaður á Hafrannsóknastofnun árið 1976. Jakob var þá aðstoðarfor- stjóri. Undir haust kallaði hann mig til sín og spurði hvað ég hygðist gera næsta vetur. Ég sagðist stefna á doktorsnám við háskólann í Aberdeen en væri ekki búinn að fá svar við umsókn minni. Jakob sagði þá að skoskur kollegi sinn úr síldarrannsóknunum væri nú prófessor við skólann og að réttast væri að hringja í hann til þess að komast að því hvað tefði afgreiðslu umsóknarinnar. Síðan hringdi hann og fékk þá skýringu að beðið væri eftir umsögn frá tilteknum með- mælanda á Íslandi. Jakob sagðist þá tilbúinn til þess að gefa hinum unga námsmanni sín bestu meðmæli og hvatti til þess að hann fengi skólavist. Fáeinum dögum síðar barst bréf að utan um að ég gæti hafið nám þá um haustið. Þessi samskipti lýsa þeim eiginleikum Jakobs sem ég kynntist aftur og aftur síðar í nánu samstarfi við hann. Hann var fljótur að taka ákvarðanir, smáatriði voru ekki að flækjast fyrir honum og hann lét verkin tala. Þegar ég kom heim frá námi stuðlaði Jakob að því að ég var ráðinn á Hafrannsóknastofnun. Fyrri eiginkona Jakobs var Jóhanna Gunnbjörnsdóttir húsmóðir (1938–1974). Börn Jakobs og Jóhönnu eru Sólveig prófessor (f. 1958), Oddur Sigurður hagfræðingur (f. 1961) og Auðbjörg tölvunarfræðingur (f. 1966). Eftirlifandi eiginkona Jakobs er Margrét Elísabet Jónsdóttir fyrrverandi frétta- maður á Ríkisútvarpinu (f. 1940). Jakob og Margrét voru einstaklega samrýmd hjón. Því kynntust ég og Ásta kona mín í þau mörgu skipti sem við vorum gestir í Nökkvavoginum og í Sunnuhlíð, sumarbústaðnum í Lækjarbotnum. Þau voru góðir gestgjafar og gaman var að heyra Jakob rifja upp ýmis- legt frá síldarrannsóknum fyrri ára og segja sögur af mönnum sem hann hafði kynnst og starfað með. Jakob var ákaflega minnugur, fróður og vel lesinn og sagði skemmtilega frá. Jakob og Margrét dvöldust langdvölum í Sunnuhlíð flest sumur. Þau voru miklir náttúruunnendur og mjög áhugasöm um gróður og trjárækt. Ótrúlegt er að sjá hvað landið við bústaðinn þeirra hefur breyst mikið með þeirra umönnun; þar sem áður var örfoka melur og auðn er nú mikill trjágróður mörg hundruð trjáa sem þau hafa gróðursett. Upp úr 1980 voru Íslendingar hvattir til þess að taka flag í fóstur en Jakob og Margrét gerðu sér lítið fyrir og tóku fjöllin fyrir ofan Lækj- arbotna í fóstur og kostuðu meðal annars landgræðsluflug á svæðinu. Þau nutu einnig náttúrunnar víðs vegar um Ísland, sem og erlendis, í mánaðarlegum ferðum gönguklúbbs gam- alla skáta sem kallar sig Fet fyrir fet. Jakob er eftirminnilegur öllum sem honum kynntust, og þá ekki síst þeim sem þetta ritar, fyrir dugnað, góðmennsku, hreinskilni og rökfestu. Yfirleitt var Jakob rólegur í skapi en þegar nauðsyn krafði gat hann líka látið í sér heyra og sett fram skoðanir sínar þannig að öllum var ljóst hverju hann vildi koma á framfæri. Ég tel á engan hallað þegar ég segi að fáir hafa sett jafnmikið mark á íslenskar hafrannsóknir og bar- áttuna fyrir hóflegri nýtingu Íslandsmiða og Jakob Jakobsson. Ólafur S. Ástþórsson

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.