Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 6

Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 6
4 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 *** Við vitum hvernig bankastarfsemi hér á landi er háttað núna. Ríkið á tvo viðskiptabanka; Landsbankann og Íslandsbanka. Þess utan rekur ríkið Íbúðalánasjóð, sem er svo gott sem gjaldþrota. Ef ríkið hefði eignast Arion banka í lok febrúar hefði nær öll banka- þjónusta í landinu verið í höndum ríkisins. Sem betur fer gerðist það ekki. Það er þó full ástæða til að hafa varann á þegar kemur að ríkinu og fjármálastarfsemi, því við vitum ekki hver stefna ríkisins er í bankamálum og svo virðist sem ríkisstjórnin viti það ekki heldur. Það er ekkert sem bendir til þess að bankarnir verði seldir á næstunni og þeir verða því áfram í opinberum rekstri. Við vitum hins vegar ekkert um það hvernig bankastarfsemi verður eftir 5-10 ár nú þegar fjártæknifyrirtæki og aðrir aðilar eru að ryðja sér til rúms á fjármála markaði. Það verður að teljast harla ólíklegt að ríkisbankarnir verði í fararbroddi þegar kemur að nýrri tækni, þjón- ustu og auknu vöruframboði á næstu árum. *** Stjórnmálamenn tala með ýmsum hætti um bankana og fjármálastarfsemi. Það eina sem flestir eru þó sammála um er að ríkið eigi að eiga einn banka, sem er undarleg afstaða. Framsóknarflokkurinn vill víst fá erlenda banka til landsins (en vill ekki leyfa Uber) sem verður að teljast mikil óskhyggja á meðan íslensk stjórnvöld skattleggja bankastarfsemi með allt öðrum og óbilgjarnari hætti en gengur og gerist, eins og Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrir- tækja, rekur í grein hér í blaðinu. Miðað við það hvernig ríkisfyrirtæki á borð við RÚV, Isavia og Íslandspóst beita sér í sam- keppni við einkaaðila með ósvífnum hætti verður ekki séð að nokkur hafi áhuga á því að keppa við ríkisbanka. *** Við vitum ekki hvernig þetta endar en við getum þó gefið okkur að það endi illa. Þá þýðir ekki að kenna kapítalismanum eða frjálshyggjunni um. Ef við hefðum bara ekki látið ríkið ábyrgjast þetta allt saman, er eitt- hvað sem við gætum þurft að segja. Það að halda því fram að ríkið þurfi að reka banka er eins og að hafa haldið því fram fyrir 15 árum að ríkið þyrfti að reka vídeóleigu. Líklega vissu menn ekki þá hver örlög þeirra yrðu, en við vitum það heldur ekki með bankana nú. *** En það er svo margt sem við bæði vitum og vitum ekki. Á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins í apríl 2010, sem haldinn var í Stapanum (nú Hljómahöll) í Njarðvík, til- kynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afsögn sína sem varaformaður flokksins. Fáum hefði þá dottið í hug að hún ætti, tæpum átta árum síðar, eftir að standa í sama sal og úthúða Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hún telur tengjast flokknum. Ræða Þorgerðar Katrínar á nýliðnum lands- fundi Viðreisnar fer í sögubækurnar sem eitt allsherjar rant eins og kallað er. Hún líkti oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við risaeðlu og bar utanríkisstefnu Sjálfstæðis- flokksins saman við UKIP. Já, við erum víst komin þangað í umræðunni. *** Þorgerður Katrín krafðist þess að skipuð yrði þverpólitísk nefnd „til þess að leggja mat á nýjar og breyttar aðstæður í alþjóðamálum, nýjar áskoranir fyrir Ísland og nýja möguleika til þess að bæta hag fólksins í landinu með því að taka nýtt skref í Evrópusamvinnunni“ eins og hún orðaði það – og hnaut síðan að því að ef ríkisstjórnin yrði ekki við þessum kröfum smáflokksins væri ríkisstjórnin „staðnaðri“ en hún hefði ímyndað sér. Ef ríkið hefði eignast Arion banka í lok febrúar hefði nær öll banka þjónusta í landinu verið í höndum ríkisins. Sem betur fer gerðist það ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.