Þjóðmál - 01.03.2018, Page 8

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 8
6 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA Eins og jafnan áður beinist athygli vegna sveitarstjórnarkosninganna (26. maí) einkum að því sem gerist í Reykjavík. Þar hefur undar legur meirihluti farið með stjórn mála undanfarin átta ár. Fyrri fjögur árin með Jón Gnarr sem borgarstjóra í baksætinu og Dag B. Eggertsson sem bílstjóra. Síðari fjögur árin með Dag B. í borgarstjóra- og bílstjórasætinu fyrir hönd fjögurra flokka: Samfylkingar, Vinstri grænna (VG), Bjartrar framtíðar og Pírata. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn og flugvallarvinir hafa setið í minnihluta undanfarin fjögur ár og mátt sín lítils – raunar klofnaði Framsóknarflokkurinn á tímabilinu. Borgarfulltrúum fjölgar nú úr 15 í 23 og þess vegna sitja 46 manns á framboðslistum í vor í stað 30 áður. Þegar þetta er ritað er óvíst hve margir hópar geta mannað slíka lista fyrir lok framboðsfrestsins. Sveitarfélögin eru alls 74 í landinu og stjórnmálaflokkarnir standa ekki alls staðar eins að framboðum eða að vali fólks á lista sína. Sjálfstæðismenn í Reykjavík ákváðu að tvískipta ferlinu, annars vegar að hafa leiðtoga prófkjör og hins vegar að fela kjörnefnd að raða í önnur sæti á listann. Björn Bjarnason Borgarstjórn, Landsréttur og umskurður Því verður ekki trúað að Reykvíkingar telji hag sínum best borgið áfram enn eitt kjörtímabil undir svipaðri stjórn og verið hefur í borginni undanfarin átta ár.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.