Þjóðmál - 01.03.2018, Page 14

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 14
12 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Þarna kemur enn fram að engin sérstök nauðsyn sé til að setja um þetta sérstakt bann í íslensk lög. Almenn hegningarlög taka á aðgerðum sem valda börnum líkams- meiðingum og til eru alþjóðlegar yfirlýsingar sem ná til lækna og snerta þetta mál. Auk Silju Daggar eru átta meðflutningsmenn að frumvarpinu úr Vinstri grænum, Pírötum og Flokki fólksins, þar eru engir úr Miðflokki, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki eða Viðreisn. Í framsöguræðu Silju Daggar kom fram að öldum saman, eða í um 5.000 ár, hefði sá siður tíðkast víða að umskera barnunga drengi, framan af með almennu samfélags- legu samþykki og skilningi á helgisiðum tiltekinna trúfélaga, gyðinga og múslima aðallega. Á 19. öld hefði tíðni umskurða aukist verulega þegar almennt var hvatt til þess að drengir yrðu umskornir til að koma í veg fyrir ýmsa kvilla og hegðun. Umskurðir á sveinbörnum tíðkuðust þó ekki eingöngu innan gyðingdóms og hjá trúfélögum múslima. Þeir væru t.d. nokkuð algengir í kristnum ríkjum í Afríku og í Bandaríkjunum. Fylgni á milli trúarbragða og umskurðar væri þannig alls ekki algild heldur væri einnig um samfélagslega venju eða hefð að ræða. Gegn þessum ævaforna svið er snúist með frumvarpinu. Þóttu Silju Dögg það „gróf afskipti“ að Samtök gyðinga á Norður- löndunum sökuðu hana um atlögu gegn gyðingdómi. Í sameiginlegri yfirlýsingu samtakanna, sem send var öllum alþingis- mönnum, sagði að með frumvarpi Silju Daggar væri ráðist gegn gyðingdómi þannig að það snerti gyðinga um heim allan. Taldi hún það „á kveðna yfirgangssemi“ að gyðinga samtökin mótmæltu opinberlega en ekki í umsögn til þingnefndar. Vegna kveinstafa þingmannsins sá Stein grímur J. Sigfússon, forseti alþingis, ástæðu til að telja í Silju Dögg kjark í útvarps- viðtali miðvikudaginn 14. febrúar þegar hann sagðist „stoltur“ af því að alþingi tæki málið til umræðu. Þingforseti sagði orðrétt: „Ég er frekar stoltur af því að Alþingi Íslendinga tekur frumkvæði í máli af þessu tagi sem vekur alþjóðlega athygli af því að ég tel að þetta mál eigi fullt erindi inn í umræðuna en það þarf auðvitað að skoða það og vinna það vel.“ Þingmenn „ættu ekki að bogna“ þótt slík mál kveiktu viðbrögð. Frétt um flutning frumvarpsins birtist á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC mánu- daginn 19. febrúar. Hún hófst á því að trúar hópar hefðu fordæmt framlagningu frumvarpsins. Forystumenn gyðinga og múslima kölluðu það árás á trúfrelsi. Silja Dögg svarar og segir að málið snúist um rétt barna en ekki rétt til trúar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.