Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 27

Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 27
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 25 Megintilgangur breytts regluverks er að draga úr áhættumyndun á fjármálamörkuðum, treysta innstæðu tryggingakerfi, auka gæði og magn eigin fjár fjármálafyrirtækja og tryggja skilvirk viðbrögð við fjármálaáföllum. Þetta hefur almennt treyst stöðu fjármála- fyrirtækja enda er markmiðið að tryggja að þau standi á sterkum stoðum ef á móti blæs. Þannig hafa þessar breytingar leitt til þess að almennir skattborgarar eiga ekki á hættu á að greiða fyrir tjónið ef fjármálafyrirtæki lendir í vandræðum; kröfur um gæði eigin fjár og heimildir eftirlitsaðila til inngripa tryggja það. Til mikils er að vinna að stjórnmálamenn og álitsgjafar átti sig á þessum breytingum. Sérstaklega þegar umræðan um endurskipu- lagningu fjármálakerfisins er jafn fyrirferðar- mikil og hér á landi. Breytingar sem gerðar hafa verið verða að vera hluti af umræðunni, annars er hætta á því að við höldum áfram að hjakka í fari átaka án þess að ná utan um þær gríðarlegu breytingar sem fram undan eru á fjármálamörkuðum í krafti stafrænu byltingar innar. Áskoranir við innleiðingar á Evrópuregluverki Ein stærsta áskorunin sem EES-ríkin standa nú frammi fyrir er að tryggja samræmi í regluverki innri markaðar Evrópu. Þar standa EES-ríkin frammi fyrir því að misræmi hefur skapast og mun halda áfram að skapast í því hvenær regluverk tekur gildi í Evrópu, hvenær það er innleitt í EES-ríkjunum og ekki síst hvenær það er tekið upp í EES-samninginn. EES-ríkin fara gjarnan þá leið að taka regluverk upp áður en það er komið inn í EES-samninginn. Þó að það sé jákvætt er það engu að síður áskorun því þá er einungis verið að taka regluverkið inn í íslenskan rétt en staðan gagnvart stofnana- byggingu innri markaðarins er óljósari eða hreinlega ekki orðin virk. Þá má ekki gleyma því heldur að nú þegar fjármagnshöftum hefur verið lyft hér á landi geta komið upp tæknileg vandamál við þessar aðstæður þar sem það regluverk sem ekki er komið inn í EES- samninginn gildir þá í raun ekki fyrir EES-ríkin þrjú á innri markaðnum. Stjórnvöld allra þriggja EES- ríkjanna gera sér grein fyrir þessu og eru því að leggja mikla áherslu á að vinnan gangi hratt og örugglega fyrir sig. Framkvæmdastjórn ESB hefur jafnframt ákveðið að setja meiri kraft í þessa vinnu sín megin, en fyrirsjáanlegt er að framhald verði á þessu misræmi, einfaldlega vegna þess magns sem bíður innleiðingar, en yfir 300 gerðir af ólíku umfangi eru nú væntanlegar eða bíða innleiðingar og upptöku í EES- samninginn á næstunni. Áhyggjur okkar hjá SFF af þessu snúa ekki síst að þeim tilskip- unum og gerðum sem heyra undir Evrópska eftirlitið með fjármálamörkuðum, sem Ísland varð aðili að á seinni hluta síðasta árs. Mikilvægt er því fyrir markaðinn að hann sé upplýstur um stöðuna hverju sinni svo hann fái skýra mynd af því hvenær áætlanir gera ráð fyrir að einstaka innleiðingar hafi að fullu tekið gildi innan Íslands, Noregs og Liechten- stein. Ásamt því þarf að eiga sér stað virkt samtal við stjórnvöld um úrlausn þeirra mála sem upp koma þegar áðurnefnt misræmi á sér stað, til að tryggja samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja. Hefðbundin fjármálafyrirtæki eru vel með á nótunum og hafa unnið sjálf að framþróun fjármálatækni – annaðhvort upp á eigin spýtur eða í nánu samstarfi við nýsköpunar fyrirtæki á þessu sviði – og eru þannig virkir þátttakendur í þeim breytingum sem nú eru að eiga sér stað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.