Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 30

Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 30
28 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Áskoranir íslenskra fjármálafyrirtækja Íslensk fjármálafyrirtæki standa frammi fyrir bæði áskorunum og tækifærum í þessum efnum. Þau eru að straumlínulaga rekstur sinn og hafa á liðnum árum boðið upp á fjölda tækninýjunga sem auka skil- virkni ásamt því að koma til móts við þarfir viðskipta vina. Þessar tækninýjungar standast samanburð við það fremsta sem þekkist á Vesturlöndum. Íslensk fjármálafyrirtæki eru þannig spennandi og mikilvægur vettvangur fyrir nýsköpun og þau veita fólki með fjöl- breytta menntun áhugaverðan starfsvettvang. Engin ástæða er til þess að ætla að íslensk fjármálafyrirtæki muni ekki standa sig vel í þeirri auknu alþjóðlegu samkeppni sem stendur fyrir dyrum. Aftur á móti standa ljón í veginum fyrir því að svo muni verða. Þær hindranir tengjast séríslenskum reglum og skattaumhverfinu. Mikilvægt er að íslenskur fjármálamarkaður búi við sömu reglur og skilyrði og önnur fjármálafyrirtæki sem starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði. Því miður er það ekki raunin. Ýmis íslensk sérákvæði eru fléttuð saman við evrópskar reglur þegar þær eru innleiddar hér á landi. Við þetta bætist að skattaumhverfi aðildar- félaga SFF er sérstaklega íþyngjandi og þekkist slíkt hvergi í Evrópu. Hér á landi eru þrír skattar lagðir sérstaklega á fjármála- fyrir tæki: bankaskattur, fjársýsluskattur og sérstakur fjársýsluskattur. Bankaskatturinn, sem er í raun skattlagning á innlán og skulda bréfafjármögnun fjármálafyrirtækja, er um 10 sinnum hærri hér á landi en almennt tíðkast hjá þeim Evrópulöndum sem leggja á slíkan skatt. Þessi skattlagning hefur víðtæk áhrif. Hún eykur rekstrarkostnað fjármálafyrirtækja og veikir samkeppnisstöðu þeirra gagn- vart öðrum fyrirtækjum. Afleiðingarnar eru að lánveitingar og fjármálaþjónustan flyst til aðila sem ekki lúta eftirliti FME sem fjármálafyrirtæki. Með öðrum orðum ýtir skattlagningin undir skuggabankastarfsemi, sem svo eykur fjármálalega kerfisáhættu. Bankaskattarnir sérstöku valda ríkinu jafnframt kostnaði þegar allt kemur til alls. Eins og fram kom í greiningu Yngva Arnar Kristins sonar, hagfræðings SFF, sem birtist í Hnotskurn, riti SFF, rýra sérstakir skattar á borð við bankaskattinn virði eignarhluta íslenska ríkisins í fjármálakerfinu um 150 milljarða að minnsta kosti. Í umræðunni gleymist oft sú staðreynd að bankar og sparisjóðir eru í harðri samkeppni við aðra lánveitendur sem búa við mun hag- felldara skattaumhverfi. Þannig borga til að mynda lífeyrissjóðir ekki bankaskatt, en þeir eru í harðri samkeppni við aðildarfélög SFF við veitingu fasteignalána, svo dæmi sé tekið. Erlend fjármálafyrirtæki greiða eðli málsins ekki heldur þessa skatta en þau hafa gert sig gildandi hér á landi í lánveitingum til stórra íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Allar líkur eru á því að áframhald verði á þessari þróun nú þegar gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt. Það verður eitt helsta baráttumál SFF á komandi ári að íslensk fjármálafyrirtæki fái að búa við sambærilegt samkeppnisumhverfi og aðrir á sama markaði. Annað á ekki að viðgangast á eðlilegum samkeppnismarkaði. Mikilvægt er að íslenskur fjármálamarkaður búi við sömu reglur og skilyrði og önnur fjármálafyrirtæki sem starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði. Því miður er það ekki raunin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.