Þjóðmál - 01.03.2018, Page 32

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 32
30 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Vala Pálsdóttir Sóknarfæri Sjálfstæðisflokksins Stjórnmál Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki rofið 30% múrinn á landsvísu frá því í alþingiskosning- um árið 2007. Þrátt fyrir hraðan efnahags- legan viðsnúning undir hans stjórn á síðustu árum og að hér ríki eitt mesta hagsældaskeið Íslands fyrr og síðar hefur flokkurinn ekki náð fyrri styrk. Margir hafa nefnt ástæður á borð við fjölgun flokka í framboði, að umræðan sé á tíðum óbilgjörn og snúist meira um menn en málefni og að hér ríki óstöðugleiki í stjórnmálum. Hann er þó ekki meiri en svo að núverandi ríkisstjórn nýtur meira trausts og vinsælda en síðustu ríkisstjórnir hafa gert. Opinber umræða breyttist við hrun íslensku bankanna. Þó að uppgjöri á ábyrgð og skyld- um þeirra er þar störfuðu sé að mestu lokið hafa íslensk fyrirtæki eflst um leið og heimili og einstaklingar standa á stöðugri fótum. Ítrekað hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins gert atlögu að ímynd hans. Í fyrstu þegar ekki reyndist gerlegt að brjóta niður hugmyndafræði flokksins var horfið frá því. Þess í stað var sjónum beint að fólkinu í flokknum og sér í lagi forystunni.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.