Þjóðmál - 01.03.2018, Side 36

Þjóðmál - 01.03.2018, Side 36
34 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Frá árinu 2006 hef ég komið árlega til Íslands. Frá mínum bæjardyrum séð hefur upplifunin af íslenskri náttúru verið ólýsanleg og ég hef hvergi annars staðar upplifað neitt sem kemst í líkingu við hana. Ég þreytist aldrei á litadýrðinni, hrjúfu og vindbörðu landslaginu og þeim ótamda frumkrafti náttúrunnar sem alls staðar sér stað. En staðreyndin er vitaskuld sú að ég er ekki sá eini sem upplifir og hrífst af íslenskri náttúru. Þegar ég kom fyrst til Íslands, sumarið 2006, var heildar- fjöldi ferðamanna um það bil 400 þúsund. Í síðustu heimsókn minni, sumarið 2017, hafði ferðamönnum aftur á móti fjölgað í um það bil tvær milljónir á ári. Auknar vinsældir landsins meðal ferðamanna hvaðanæva úr heiminum hafa skilið eftir sín spor. Fredrik Kopsch Að láta greiðslukerfið bjarga náttúru Íslands Náttúruvernd Geysir í Haukadal er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Hnignun íslenskrar náttúru, sem er greinileg næstum hvar sem litið er, stafar af því að sífellt fleiri ferðamenn þurfa ekki að greiða raunverulegan kostnað af náttúruskoðun sinni.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.