Þjóðmál - 01.03.2018, Page 39

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 39
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 37 Viðtal Trump er svartur svanur Tom G. Palmer, fræðimaður hjá Cato-hugveitunni í Bandaríkjunum og varaformaður stjórnar Atlas Network-stofnunarinnar, hefur í rúm 40 talað fyrir frjálshyggju og klassísku frjálslyndi víða um heim. Hann hefur skrifað bækur um efnið, kennt í háskólum og ferðast víða um heim til að tala fyrir frjálsum viðskiptum, friði og aukinni velmegun með frjálslyndi að leiðarljósi. Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Þjóðmála, settist niður með Palmer þegar hann var staddur hér á landi nýlega. Í samtali við Þjóðmál fer Palmer yfir stöðu mála nú þegar Donald Trump hefur verið forseti Bandaríkjanna í rúmt ár, um það hvernig falsfréttir hafa nýst honum og stuðningsmönnum hans, um stöðu ríkisvaldsins og fleira sem tengist bandarískum stjórnmálum í dag. Þá fjallar Palmer stuttlega um stöðuna í Venesúela, þar sem hann þekkir vel til. Palmer kom við á Íslandi á leið sinni til Danmerkur, Svíþjóðar og Litháen. Tilgangur ferðalagsins var að funda með og halda fyrirlestra fyrir samtök frjálslyndra stúdenta sem nú starfa víðs vegar um Evrópu, m.a. á Íslandi. Palmer ferðast töluvert um heiminn í þeim tilgangi að vinna með ungu fólki sem hefur hug á því að láta til sín taka í baráttunni fyrir auknu frelsi. Í heimsókn sinni hér kom hann fram á fundi Frjálshyggjufélagsins. Myndir: HAG

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.