Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 47

Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 47
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 45 Vik milli kynslóða eru hættuleg Spurður um popúlisma, sem nokkuð er fjallað um í stjórnmálaumræðu á Vesturlöndum í dag, segir Palmer að til séu nokkur dæmi þess að hann hafi náð árangri í frjálsum lýðræðisríkjum. Því sé mikilvægt að huga vel að öllum þjóðfélagshópum og tryggja að menn geti búi saman í sátt og samlyndi þó að þá greini á um einstaka atriði. Of algengt sé að stilla ákveðnum þjóðfélagshópum upp hvorum gegn öðrum í stað þess að huga að því hvernig hægt sé að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla. „Það er mjög mikilvægt að tryggja viðskiptafrelsi og efnahagslegan vöxt,“ segir Palmer og bætir því við að til þess þurfi stjórnvöld beggja megin Atlantshafsins að draga úr reglugerðafargani, auka frelsi og tryggja að allir geti bætt hag sinn. „Það þarf líka að tryggja og festa í sessi klassíska frjálslyndisstefnu, þar sem hugmyndir frjálslyndis eru göfugar, mögu- legar og réttlátar. Menn eru of feimnir við að verja eignarréttinn, frelsi einstaklingsins og frjáls hagkerfi,“ segir Palmer. Svo virðist sem áhugi fólks á stjórnmálum fari þverrandi og við þekkjum dæmi þess að stjórnmálamenn vilji komast hjá því að taka erfiða slagi. Er þá ekki hætt við því að embættismenn taki völdin? „Jú, það er hætt við því. Menn trúa því að embættismennirnir geti með regluverki gert einstaklinginn hamingjusaman. Embættismennirnir eiga að vera sanngjarnir, ekkert annað,“ segir Palmer. „En ég er ekki sammála þér um að fólk sé að missa áhuga á stjórnmálum. Það hikar kannski við að taka beinan þátt, en fólk hefur áhuga á stjórnmálum og hugmyndum – þá sérstaklega ungt fólk. Ég er að vinna með frjálslyndum stúdentasamtökum víða um heim og ég skynja mikinn áhuga þeirra á auknu frjálslyndi. Ég hef, þegar ég hef talað á ráðstefnum eða minni fundum með þessu unga fólki, lagt upp með eina grundvallarreglu. Menn eiga að hafa frelsi til að gera það sem þeir vilja, stofna fjölskyldu, velja sér starf, stunda íþróttir, sækja kirkju og svo framvegis – en menn verða á sama tíma að virða frelsi annarra til að taka sínar eigin ákvarðanir og vera sammála um að vera ósammála. Frelsi snýst ekki bara um að ég geti gert það sem ég vil, heldur að allir geti það. Ég get ekki verið frjáls ef þú ert ekki frjáls.“ Ef við horfum á ríkisvaldið, hvar liggja þá mestu hætturnar á næstu árum að þínu mati? „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af vaxandi skuldum margra ríkja, sem koma aðallega til vegna loforða um velferðarkerfi sem er ekki hægt að standa við,“ segir Palmer. „Það er mjög auðvelt fyrir stjórnmálamenn að lofa einhverju fram í tímann og skuld- setja ríkissjóð verulega um leið. Þar er ég helst að vísa til lífeyrisskuldbindinga hins opinbera. Þær þarf að greiða einn daginn og fæst velferðarríki Vesturlanda eru búin að fjár magna velferðina til lengri tíma. Ég er ekki að tala um hefðbundnar skuldir ríkis- sjóða, heldur framtíðarskuldir sem byggja á innantómum loforðum. Það mun reyna á þetta í mismunandi ríkjum á mismunandi tímum, en það styttist í það. Þetta mun skapa glundroða á milli kynslóða og það getur verið mjög hættulegt. Eldri borgurum mun fara fjölgandi á næstu árum. Ungt fólk sem er nú að koma inn á vinnumarkaðinn mun á næstu árum þurfa að greiða skatta til að fjármagna lífeyrisgreiðslur ömmu sinnar og afa en einnig foreldra sinna á sama tíma. Flest ríki eru með gegnumstreymiskerfi sem er í raun eitt stórt pýramídasvindl sem gengur ekki upp. Þetta er ekki spennandi mála- flokkur til að tala um og allir stjórnmálamenn forðast það eins og heitan eldinn að ræða þetta mikilvæga málefni. Þetta er þó mál sem stjórnvöld á Vesturlöndum þurfa að horfast í augu við.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.