Þjóðmál - 01.03.2018, Side 53

Þjóðmál - 01.03.2018, Side 53
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 51 Í öðru lagi eru áfram til staðar þeir augljósu varanlegu hagsmunir Bandaríkjanna og annarra NATO-ríkja að öryggi siglingaleiða yfir Norður-Atlantshaf sé ætíð tryggt. Aðstæður eru þó aðrar að þessu leyti en í kalda stríðinu þegar allt hékk á hernaðarlegu stöðunni i miðri Evrópu og siglingaleiðum þangað og fyrirvari var naumur. Ógn við siglingaleiðirnar er alls ekki sambæri- leg nú og þegar sovéski Norðurflotinn var og hét og var margfalt stærri en sá rússneski. Enn virðast fáir rússneskir árásarkafbátar sigla út á Norður-Atlantshaf. Á hættutíma og í átökum yrðu forgangsverkefni Norður- flotans þar að auki ekki að herja á siglinga- leiðir heldur að verja eldflaugakafbáta í Barentshafi, sem eru hryggjarstykki í kjarn- orkuheraflanum, og verja herbækistöðvar í Norðvestur-Rússlandi. Þetta hefur verið forgangsverkefni flotans um áratuga skeið. Hvað sem því líður hljóta Bandaríkin og önnur NATO ríki að hyggja að þeim augljósu varanlegu hagsmunum sem bandalagið hefur af öryggi siglingaleiða á Norður- Atlants hafi. Hve mikið verður í lagt að þessu leyti á eftir að koma í ljós en aðstæður kalla ekki á viðbúnað í neinni líkingu við það sem var í kalda stríðinu. Greinin birtist áður á albert-jonsson.com. Millifyrirsagnir eru Þjóðmála. F-15 herflugvél Bandaríkjahers við loftrýmisgæslu á Keflavíkurflugvelli.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.