Þjóðmál - 01.03.2018, Page 58

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 58
56 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Fjölnir Dómaraskandall? Stundum er sagt um þá sem starfa í fjármála- geiranum eða aðra athafnamenn að þeir hafi eflaust orðið ríkir í Excel þó svo að raunin sé allt önnur. Þetta er vissulega sagt í háði og þá gjarnan um þá sem hafa gert mistök í atvinnulífinu. Nú vill þó svo til að búið er að heyja miklar, og á köflum frekar ógeðfelldar, pólitískar orrustur um eitt tiltekið Excel-skjal. Það er hin fræga stigatafla sem dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sló upp við vinnu sína. Sigríður Á. Andersen vék frá Excel-töflunni og þar með tillögum nefndarinnar þegar hún lagði til við Alþingi vorið 2017 að skipa 15 dómara við Landsrétt. Alþingi samþykkti tillögur ráðherrans óbreyttar. Málið á sér þó margvíslegar hliðar sem rétt er að fara nánar yfir. Deilan um skipan dómara við Landsrétt snýst í grundvallaratriðum um það hver eða hverjir eigi að skipa dómara hér á landi. Málið er því í grunninn mun stærra en svo að það snúist um einn ráðherra eða embættisstörf hans þó svo að meginþorri umræðunnar hafi snúist um einstaka störf ráðherrans. Landsréttur er skipaður 15 hæfum dómurum. Skipan þeirra hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.