Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 59

Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 59
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 57 Lengi hefur verið deilt um skipan dómara hér á landi og sú umræða er því ekki ný. Árið 2010 var lögum um dómstóla breytt með þeim hætti að dómnefnd átti að meta hæfni dómara og skila ráðherra dómsmála tillögum um það hvern eða hverja skyldi skipa sem dómara. Í lögunum er gert ráð fyrir því að ráðherra geti vikið frá þessu mati nefndarinnar, en þá þarf hann að bera þær tillögur undir Alþingi. Þessi lagabreyting, sem gerð var í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og alls ekki í pólitískri sátt, var gerð undir því yfirskyni að skipan dómara væri með þessu fyrirkomulagi byggð á faglegum forsendum. Reyndin hefur þó verið sú að matsnefndin hefur í nær öll skipti frá því að lögin voru sett á skilað ráðherra tillögum um nákvæmlega þau sæti sem laus eru til skipunar. Ef skipa á í tvö sæti hefur nefndin skilað ráðherra tillögu um tvö nöfn. Ráðherra hefur aldrei fengið upplýsingar um það hvort aðrir umsækjendur kunni að teljast hæfir eða ekki og á hvaða forsendum nefndin komst að niðurstöðu sinni. Enginn ráðherra dómsmála frá árinu 2010 hefur vikið frá tillögum nefndarinnar, enda hefur enginn þeirra haft efnislegar forsendur til þess. Þetta breyttist þó þegar skipa átti 15 dómara við Landsrétt vorið 2017. Rétt er að rifja upp að Landsréttur tók til starfa um síðustu áramót og þarna var verið að skipa dómara við nýtt dómsstig hér á landi, svokallað millidómsstig. Ráðherra bar skv. lögum um Landsrétt að bera tilnefningar sínar um fyrstu dómarana við réttinn undir Alþingi. Við skipun dómara í Landsrétt var í fyrsta skipti unnið eftir nýjum dómstólalögum sem samþykkt voru árið 2016. Gallaður útreikningur Alls sóttu 33 einstaklingar um stöðu dómara við Landsrétt. Matsnefnd undir forystu Gunnlaugs Claessen skilaði ráðherra tillögum um 15 einstaklinga sem nefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við réttinn, 10 karla og fimm konur. Rétt er að taka fram að umsækjendum var ekki raðað í röð í umsögn dómnefndar og sérstaklega var tekið fram að ekki væri gert upp á milli umsækjenda. Nefndin mat 15 einstaklinga hæfasta til að gegna embætti og lagði til við ráðherra að þeir einstaklingar yrðu skipaðir. Þessi vinnubrögð sætti hún sig ekki við og óskaði eftir frekari gögnum frá nefndinni. Þá fékk hún afhenta hina margfrægu Excel-töflu sem síðar birtist í fjölmiðlum. Rétt er að taka fram að formaður nefndarinnar hafði ekki ætlað sér að afhenda ráðherra töfluna. Það þarf ekki annað en að renna yfir töfluna til að sjá að á henni eru ýmsir annmarkar. Nefndin ákvað sjálf hvaða þættir fengju hvaða vægi (frá 2,5% upp í 20%) og ekki er að sjá að sú ákvörðun sé byggð á vísindalegu mati. Reyndar er það nú svo að heildarmat umsækjenda var 105%, en ekki 100% eins og gera mætti ráð fyrir. Það ætti strax að gefa til kynna að útreikningar nefndarinnar séu gallaðir. Aðeins 0,025 stig skildu á milli þeirra sem skipuðu 15. og 16. sæti listans. Það er með ólíkindum að nefndin hafi ekki talið þessa tvo aðila jafnhæfa til að gegna starfi dómara fyrst það þarf þrjá aukastafi til að greina á milli þeirra. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði ráðherra fengið tillögur um fleiri nöfn en 15 og síðan þurft að gera upp á milli þeirra með málefnalegum hætti. Deilan um skipan dómara við Landsrétt snýst í grundvallaratriðum um það hver eða hverjir eigi að skipa dómara hér á landi. Málið er því í grunninn mun stærra en svo að það snúist um einn ráðherra eða embættisstörf hans þó svo að meginþorri umræðunnar hafi snúist um einstaka störf ráðherrans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.