Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 74

Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 74
72 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Svarið er að finna hjá SÞ-stofnuninni UNRWA – The United Nations Relief and Works Agency for Palestine Refugees in the Near East. Fáir vita um þessa stofnun þótt hún gegni lykilhlutverki í deilunni. Það er kannski ekki svo skrýtið því að einmitt UNRWA á mikið undir því að óreiðan haldist sem mest í Mið-Austurlöndum. Flóttamenn og UNRWA UNRWA var komið á fót árið 1949. Ætlunin var að stofnunin starfaði tímabundið í þágu arabískra flóttamanna. Hún starfar hins vegar enn þann dag í dag og í stað þess að vinna að því að arabísku flóttamennirnir settust að í öðrum Arabalöndum leggur UNRWA sig fram um að kynna þá sem píslarvotta í mjög sérstakri stöðu – og á þar oftast nána samleið með Arabalöndunum. Palestínumenn hafa nefnilega fengið allt aðra réttarstöðu en allir aðrir hópar flóttamanna, þeim fjölgar þess vegna á sama tíma og það fækkar jafnt og þétt í öðrum hópum af eðlilegum aðstæðum og vegna aðlögunar. Meðal flóttamannahópa eru Palestínu- menn þeir einu sem hafa öðlast svokallaðan endurkomurétt (e. right of return), að mati Araba. Hann nær einnig til nátengdra og ekki aðeins flóttamannanna og sameiginlegra afkomenda þeirra. Enginn endurkomu réttur er fyrir ofangreinda Þjóðverja, Finna og Pólverja og ekki heldur fyrir milljónir Hindúa sem urðu að flýja til Indlands þegar Pakistan kom til sögunnar árið 1947, hálfu ári áður en Ísraelsríki var stofnað. Palestínumenn eru eini flóttamannahópurinn í veröldinni sem nýtur þeirrar viðurkenningar hjá fjölmiðlum og stjórnmálamönnum að hann hafi rétt til að snúa aftur til síns heima. „Hvenær verður sérrreglan fyrir Arabana afnumin, reglan sem gerir flóttamennina frá 1947-48 að eilífðar-flóttamönnum en allir aðrir flóttamenn sem hafa orðið fyrir barðinu á átökum þessa synduga heims verða að aðlagast til að lifa eðlilegu lífi?“ spurði Bent Jensen prófessor einu sinni og nefnir þar mál sem af órannsakanlegum ástæðum er aldrei minnst á í fjölmiðlum okkur til fróðleiks. Hvers vegna? Hafa þeir jafnmikinn áhuga á halda lífi í krísunni og UNRWA augljóslega hefur? Hundruð þúsunda Palestínumanna og afkomendur þeirra njóta nú jórdansks ríkis- borgararéttar en UNRWA lítur enn á þá sem flóttamenn. Börn, barnabörn, barnabarna- börn og barnabarnabarnabörn palestínskra flóttamanna í Líbanon geta ekki – jafnvel eftir tæplega 60 ára dvöl – fengið líbanskan ríkis- borgararétt, þau mega ekki eiga eða eignast fasteign og þeim er bannað að starfa í vissum atvinnugreinum. Í öllum tilvikum er þarna brotið gegn sáttmálum sem gilda til dæmis í Danmörku. Í staðinn fyrir að vinna að því að Palestínu- menn falli inn í og lagi sig að nýjum gisti- löndum sínum leggur UNRWA áherslu á að ýta undir reiði palestínsku flóttamannanna til að halda lífi í arfgengu hatri þeirri. Arabar flæma Palestínumenn á brott Svo virðist sem enginn kippi sér upp við að Palestínumenn eru jafnan hraktir frá Arabalöndunum og meira að segja hópum saman. Í greininni Kuwait Expels Thousands of Palestinians í Middle East Quarterly Fall 2012 nefnir Steven J. Rosen tölu. Hún nálgast fjölda Araba sem flýðu frá Ísrael. Stöðunni er lýst sem völundarhúsi án útgöngudyra og fyrir tilstuðlan SÞ versnar hún stöðugt vegna afskipta undirstofnana samtakanna, einkum UNWRA. Við stofnunina starfa rúmlega 30.000 manns (fleiri en hjá nokkurri annarri SÞ-stofnun) og hún stækkar jafnt og þétt. „Flestir starfsmenn UNRWA eru sjálfir flóttamenn,“ segir stofnunin af stolti á vefsíðu sinni og leyfum þeirri mynd að njóta sín andartak. Flestir starfsmenn UNRWA eru með öðrum orðum Palestínumenn og í október 2004 viðurkenndi stjórnandi UNRWA, Daninn Peter Hansen, cand. scient. pol. prófessor, í fyrsta sinn að félagar í Hamas væru á launaskrá hjá honum og svo óheppilega vill til að þeir starfa flestir á menntasviðinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.