Þjóðmál - 01.03.2018, Page 80
78 ÞJÓÐMÁL Vor 2018
Er þá vísað til regluverksins frá Evrópu-
sambandinu sem taka þarf upp hér á landi, sem
er gjarnan mjög ólíkt því sem gerist vestanhafs.
Þetta kom meðal annars fram á opnum
fundi í Valhöll haustið 2013 á vegum
utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins
þar sem fulltrúar meðal annars frá Marel,
Innnes og Icelandair héldu erindi um
utanríkisviðskipti við Bandaríkin. Þetta var
einnig til umræðu til að mynda á fundi
Amerísk-íslenzka viðskiptaráðsins í janúar
2014 þar sem Lovísa Jenný Sigurðardóttir,
markaðsstjóri Innnes, greindi meðal
annars frá því að mikill samdráttur hefði
orðið í innflutningi fyrirtækisins á vörum
frá Bandaríkjunum. Einungis 12% af veltu
fyrirtækisins væru vegna vöruinnflutnings
þaðan og það hlutfall færi minnkandi.
Ástæðan væri ekki sízt regluverk í gegnum
EES-samninginn.15
Einnig má nefna í þessu sambandi að
upphaflega stóð til að Costco á Íslandi yrði
útibú frá Kanada og að mun meira af vörum frá
Kanada og Bandaríkjunum yrði á boðstólum
hér á landi en raunin er.16 Þegar stjórnendur
Costco ráku sig hins vegar á EES-samninginn
var ákveðið að útibúið yrði frá Bretlandi og
fyrir vikið eru langflestar vörurnar í verzluninni
evrópskar. Þetta hefur þannig þýtt mun minna
vöruúrval fyrir Íslendinga og ekki ósennilega
einnig hærra verðlag.17
Fríverzlunarsamningur við Bandaríkin, hvort
sem það væri beint eða í gegnum EFTA,
er að öllum líkindum útilokaður vegna EES-
samningsins. Þannig snerust fríverzlunar -
viðræður Bandaríkjanna og Evrópu-
sambandsins, sem hafa verið lamaðar frá
því að þær hófust 2013 að sögn þáverandi
viðskiptastjóra sambandsins,18 fyrst og fremst
um samræmingu á ólíku regluverki. Við getum
hins vegar eins og áður hefur verið nefnt ekki
samræmt regluverkið sem við tökum upp í
gegnum EES-samninginn enda ekki okkar
regluverk. Bandaríkjamenn yrðu því að sætta
sig við það að laga sig einhliða að óbreyttu
regluverki Evrópusambandsins sem gildir hér
á landi.
Tryggir ekki lengur sérkjör fyrir
íslenzkar sjávarafurðir
Við þetta bætist að EES-samningurinn felur
ekki lengur í sér sérstök kjör inn á markað
Evrópusambandsins fyrir mikilvægustu
útflutningsvörur okkar. Þannig felur
fríverzlunar samningur Kanada við sambandið
í sér 100% tollfrelsi fyrir kanadískar sjávar-
afurðir inn á markað þess19 en Íslendingar
þurfa að greiða tolla af ýmsum afurðum
sínum úr sjó og almennt því meira sem þær
eru meira unnar og þar með verðmætari.20
Helztu rökin fyrir aðild Íslands að EES-
samningnum á sínum tíma voru sérstök kjör
fyrir íslenzkar sjávarafurðir inn á markað
Evrópusambandsins en ljóst er að þau rök eru
ekki lengur fyrir hendi. Rökunum fyrir því að
sætta sig við einhliða upptöku regluverks frá
sambandinu og yfirþjóðlegt vald stofnana
sem heyra óbeint undir stofnanir þess fer
þannig óðum fækkandi. Jafnvel þó að við
fengjum sömu kjör og Kanadamennirnir. Það
væru þá engin sérkjör.
Vitanlega er ákveðin kaldhæðni fólgin í
því að samningur sem sagður var til þess
ætlaður að stuðla að greiðari viðskiptum á
milli Íslands og Evrópusambandsins skuli
í vaxandi mæli þvælast fyrir viðskiptum
við önnur ríki. Rifja má upp í þessu
sambandi að hlutdeild sambandsins í
heimsviðskiptunum fer minnkandi, eins
og forseti framkvæmdastjórnar þess, Jean-
Claude Juncker, hefur viðurkennt.21 Þannig
gerir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráð fyrir
að 90% af hagvexti í heiminum verði utan
Evrópusambandsins í fyrirsjáanlegri framtíð,
en framkvæmdastjórn sambandsins hefur
opinberlega tekið undir það mat AGS.22
Markaður Evrópusambandsins mun auðvitað
áfram skipta máli en mikilvægi hans mun
hins vegar fara stöðugt minnkandi. Það er
því vafasamt í bezta falli að hengja sig jafn
kyrfilega og við höfum gert á slíkan markað.
Nokkuð sem enn fremur var reynt að nota
gegn okkur til dæmis í makríldeilunni þegar
sambandið hótaði okkur viðskiptaþvingunum
vegna veiða okkar í eigin efnahagslögsögu.