Þjóðmál - 01.03.2018, Side 95

Þjóðmál - 01.03.2018, Side 95
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 93 Caplan tekur það fram að rök sín beinist ekki gegn þeim sem telja að menntun sé verðmæt í sjálfri sér. Hann talar meðal annars um hve dýrmætt það er honum að hafa lært að meta klassíska tónlist og bókmenntir. Gegn þeim sem segja að það sé gott fyrir fólk að ganga í skóla til að auðga anda sinn hefur hann þó eina veigamikla mótbáru. Hann heldur því fram að þetta sé einkum gott fyrir þá sem hafa ánægju af náminu – fyrir þann fjölda sem leiðist í skóla sé ávinningur af þessu tagi lítill. Hann nefnir og að lengri skólaganga, þar sem nemendum leiðist, taki af tíma sem þeir geti nýtt til að leika sér og þroskast af annarri iðju. Hann mælir með að dregið verði úr skólastarfi, en bendir á að verði það ekki gert sé að minnsta kosti hægt að lengja frímínútur og auka svigrúm fyrir frjálsan leik á skólatíma. Áherslan á menntun til að auka „mannauð“ á samkvæmt því sem segir í bókinni mikinn þátt í því að gera skólagöngu að gleði- snauðum þrældómi sem tekur fleiri og fleiri ár af lífi ungs fólks. Ef rökin í bókinni standast er stærstur hluti stritsins vita gagnslaus. Höfundur skrifar ensku sem syngur í og þetta er allt hin skemmtilegasta lesning. Hann lítur við og við yfir eigin skólagöngu og segir meðal annars um hana að bestu árin hafi verið í BA-námi („college“) vegna þess hvað námskröfurnar voru litlar. Hann gat þá lesið heimspeki, hlustað á óperur og rifist um pólitík fram á nætur. „Ég á sál mína því að þakka hvað náms- kröfurnar voru litlar“ segir hann („I owe my soul to lax academic standards“, bls. 259). Caplan er róttækur og skorinorður. Hann skefur ekkert utan af því að fyrir fjölda ung- menna sé miklu betra að komast strax í vinnu heldur en að sitja árum saman í skóla og læra eitthvað sem þau hafa hvorki ánægju af né not fyrir – og það til þess eins að komast yfir „merki“ til að veifa með atvinnuumsókn. Skólahald sem snýst um að menn komist hver fram fyrir annan í röð eftir atvinnu- viðtölum er að hans mati dýr, leiðinlegur og mannskemmandi bægslagangur sem eykur hvorki þjóðartekjur né lífsgæði heildarinnar. Höfundur er heimspekingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildir: Löndin sem ég bar saman eru talin upp í töflunni. Gögn um meðalatvinnuleysi 2006-15 voru sótt af http://www. oecd-ilibrary.org/employment/oecd-labour-force-statis- tics_23083387. Gögn um hlutfall 25 til 34 ára sem höfðu lokið framhaldsskóla 2016 voru sótt af http://www.oecd- ilibrary.org/education/education-at-a-glance_19991487. Land Atvinnuleysi meðaltal 2006-15 Hlutf. 25-34 ára sem höfðu lokið framhaldssk. 2016 Belgía 7,9% 82,8% Bretland 6,7% 87,5% Danmörk 5,9% 83,4% Finnland 8,0% 90,1% Frakkland 8,6% 86,7% Holland 5,0% 85,8% Írland 10,7% 90,8% Ísland 5,0% 80,0% Lúxemborg 5,6% 86,6% Noregur 3,3% 81,2% Svíþjóð 7,5% 83,1% Þýskaland 6,8% 87,0% Fylgni milli atvinnuleysis og hlutfalls sem hefur lokið framhaldsskóla 0,66

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.